Söfnuðu 10 milljónum evra fyrir menntun barna í Afríku, Asíu og Evrópu

Viðskiptavinir IKEA söfnuðu rúmlega 10 milljón evrum fyrir menntunarverkefnum Barnaheilla - Save the Children og UNICEF í 18 löndum. Frá árinu 2003 hefur Mjúkdýraleiðangurinn hjálpað meira en 11 milljónum barna í 46 löndum að stunda nám við erfiðar aðstæður. Viðskiptavinir IKEA á Íslandi söfnuðu alla 10.611 evrum, eða rúmlega 1,6 milljónum króna. Auk þess gáfu íslenskir viðskiptavinir Barnaspítala Hringsins 400 mjúkdýr.

IKEA 2015 þþViðskiptavinir IKEA söfnuðu rúmlega 10 milljón evrum fyrir menntunarverkefnum Barnaheilla - Save the Children og UNICEF í 18 löndum. Frá árinu 2003 hefur Mjúkdýraleiðangurinn hjálpað meira en 11 milljónum barna í 46 löndum að stunda nám við erfiðar aðstæður. Viðskiptavinir IKEA á Íslandi söfnuðu alla 10.611 evrum, eða rúmlega 1,6 milljónum króna. Auk þess gáfu íslenskir viðskiptavinir Barnaspítala Hringsins 400 mjúkdýr.

Yfir 1,5 milljarður til eflingar menntunar

Milljónir viðskiptavina IKEA um allan heim tóku þátt í Mjúkdýraleiðangrinum undir lok árs 2014 og söfnuðu þannig 10,1 milljón evra, eða jafngildi um 1.550 milljónum íslenskra króna. Fyrir hvert mjúkdýr eða barnabók sem seldist í IKEA í nóvember og desember, gefur IKEA Foundation eina evru til verkefna Save the Children og UNICEF, sem ætlað er að efla menntun.

Eins og undanfarin ár bauðst viðskiptavinum IKEA á Íslandi einnig að gefa tvisvar með því að láta mjúkdýr í söfnunarkassa í versluninni. Þar söfnuðust tæplega 400 mjúkdýr sem renna til Barnaspítala Hringsins þar sem þau koma til með að gleðja skjólstæðinga spítalans.

Í dag afhenti starfsfólk IKEA á Íslandi þessi mjúkdýr fyrir hönd viðskiptavina sinna.

Fjármagnið sem safnast í Mjúkdýraleiðangrinum er nýtt til að þjálfa kennara, bæta öryggi barnanna, kaupa skólagögn og efla skólasókn í fátækustu samfélögum heimsins.

Hlutur Barnaheilla - Save the Children rennur til eflingar menntunar fatlaðra barna og barna sem tilheyra minnihlutahópum í Asíu og Evrópu, en UNICEF mun nota fjárframlagið til að fjármagna Schools for Africa verkefnið í átta löndum og Schools for Asia verkefnið í Kína. 

Fjármunirnir nýtast til margvíslegra verkefna tengdum menntun, og jafnvel hjálpa börnum að halda áfram í skóla eftir áföll. 

Máttur menntunar

IKEA vill stuðla að velferð barna um allan heim og góðri menntun.  Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að menntun sé áhrifaríkasta og skilvirkasta leiðin til að hjálpa börnum að brjótast úr viðjum fátæktar. Hún hafi bein áhrif á velferð, allt frá betri heilsu að auknum tækifærum. Auk þess færi menntun börnum þekkingu, hæfni og sjálfstraust sem þau þurfa til að skapa sér betri framtíð. Þegar barn sæki skóla breyti það ekki aðeins stefnunni í lífi sínu, heldur lífi komandi kynslóða.

 

Á myndinni eru fulltrúar IKEA, Barnaheilla - Save the Children á Íslandi, UNICEF og foreldrar og starfsf&oacu