Söfnuðu mestu fyrir Barnaheill

Barnaheill – Save the Children á Íslandi veittu í dag viðurkenningu til hjólaliðsins Team Atlantik legal sem safnaði mestu í áheitasöfnun hjólreiðakeppninnar WOW Cyclothon sem lauk um síðustu helgi. Öll áheit á liðin 24 sem tóku þátt í keppninni runnu til Barnaheilla.

Barnaheill – Save the Children á Íslandi veittu í dag viðurkenningu til hjólaliðsins Team Atlantik legal sem safnaði mestu í áheitasöfnun hjólreiðakeppninnar WOW Cyclothon sem lauk um síðustu helgi. Öll áheit á liðin 24 sem tóku þátt í keppninni runnu til Barnaheilla.

 

Liðsmenn Team Atlantik legal eru þau Bogi Guðmundsson, Benedikt Einarsson, Jóhannes Már Sigurðarson, Eiríkur Elís Þorláksson, Konráð Örn Skúlason, Bylgja Ýr Tryggvadóttir og Sæmundur Jón Odds. Liðið safnaði 588 þúsund krónum en alls söfnuðust rúmar 4,2 milljónir í keppninni.

 

„Það er virkilega ánægjulegt að sjá hvað liðsmenn Team Atlantik legal hafa lagt sig fram við söfnun áheita og greinilegt að þarna er fólk á ferð með metnað og auðvitað með hjartað á réttum stað. Okkar langar líka að þakka öllum hinum liðunum fyrir, mörg þeirra náðu frábærum árangri,“ segir Erna Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla – Save the Children á Íslandi; „Það var til dæmis gaman að sjá kappið sem hljóp í sum liðin þegar á leið, eins og WOW stelpur, sem ruku upp í áheitasöfnuninni undir lok keppninnar, þrátt fyrir að vera síðasta liðið í mark.”

 

Samtökin efndu einnig til hjólasöfnunar með stuðningi WOW Sport. Alls söfnuðust 670 hjól á endurvinnslustöðvum Gámaþjónustunnar, Hringrásar og Sorpu, en í fyrra söfnuðust tæplega 500 hjól. Mæðrastyrksnefnd og Félagsþjónustan höfðu milligöngu um umsóknir á hjólum og fengu 160 börn hjól úr söfnuninni. Þau hjól sem eftir stóðu voru í misgóðu ásigkomulagi, sum einungis nothæf í varahluti, en megnið var selt á sanngjörnu verði á hjólasölu og fór allur ágóði upp í kostnað samtakanna vegna söfnunarinnar.

 

„Verkefnið allt hefur gengið eins og í sögu og viðbrögðin við hjólasöfnuninni fóru fram úr okkar björtustu vonum,” segir Erna. „Það var afar ánægjulegt að geta afhent öllum þessum börnum hjól og svo var líka gott að gefa restinni af hjólunum framhaldslíf með því að selja þau á sanngjörnu verði. Okkur langar að þakka sérstaklega þeim sjálfboðaliðum sem komu að því að gera við þau hjól sem afhent voru börnum í gegnum Mæðrastyrksnefnd og Félagsþjónustuna. Verkefnið hefði einungis verið svipur hjá sjón án þeirra”

 

 

Það fé sem safnaðist í áheitasöfnuninni rennur í verkefnið Hreyfing og heilbrigði, sem byggir á ákvæðum barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna um rétt barna til líkamlegs heilbrig