Spurningakeppni meðal grunnskólanema í tilefni af alþjóðlega netöryggisdeginum

 SAFT, vakningarátak Heimilis og skóla um örugga og jákvæða notkun nets og annarra miðla, stendur í samstarfi við INSAFE, evrópska samstarfsnetið um örugga netnotkun, fyrir spurningakeppni meðal 10-15 ára nemenda í tilefni af alþjóðlega netöryggisdeginum sem haldinn verður hátíðlegur í 50 löndum þann 10. febrúar 2009

SAFT, vakningarátak Heimilis og skóla um örugga og jákvæða notkun nets og annarra miðla, stendur í samstarfi við INSAFE, evrópska samstarfsnetið um örugga netnotkun, fyrir spurningakeppni meðal 10-15 ára nemenda í tilefni af alþjóðlega netöryggisdeginum sem haldinn verður hátíðlegur í 50 löndum þann 10. febrúar 2009

INSAFE spurningakeppnin fer fram á 22 tungumálum og er ætluð þátttakendum á aldrinum 10-15 ára. Spurningakeppnin er byggð á fjölvalspurningum um ýmis málefni, svo sem fjölmiðla, örugga netnotkun, landafræði, sögu og menningu. Þátttaka er öllum frjáls en hægt er að nálgast spurningakönnunina á vefslóðanum: http://insafequiz.eun.org

Tilgangur spurningakeppninnar er að ná til ungra netnotenda og vekja athygli á alþjóðlega netöryggisdeginum. Vinningshafar verða valdir út frá heildarstigafjölda og tilkynnt verður um þá 16. Janúar 2009. Vinningshöfum verður boðið að taka þátt í hátíðahöldum á vegum Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í Luxembourg 10. febrúar 2009.

INSAFE er samstarfsnet þeirra sem eru að vinna að vakningu um örugga og jákvæða netnotkun barna og unglinga í Evrópu. Verkefnið er hluti af Safer Internet Action Plan, aðgerðaáætlun Evrópusambandsins um öruggari netnotkun og er styrkt af ESB. Tengiliður á Íslandi er SAFT verkefnið sem Heimili og skóli standa að. Eftirfarandi lönd eru aðilar að INSAFE: Austurríki, Belgía, Bretland, Búlgaría, Danmörk, Finnland, Frakkland, Grikkland, Holland, Ísland, Írland, Ítalía, Kýpur, Lettland, Litháen, Noregur, Pólland, Portúgal, Rúmenía, Tékkland, Slóvakía, Slóvenía, Spánn, Svíþjóð, Ungverjaland og Þýskaland.

Nánari upplýsingar er að finna á slóðinni www.saferinternet.org SAFT, sem stendur fyrir samfélag, fjölskylda og tækni, er vakningarátak um örugga tækninotkun barna og unglinga á Íslandi. Samningsaðili við ESB er Heimili og skóli - landssamtök foreldra, sem sér um að annast útfærslu og framkvæmd verkefnisins.

Heimasíða verkefnisins er www.saft.is 

 Frekari upplýsingar: Guðberg K. Jónsson, verkefnastjóri gudberg@saft.is / 698-5575