Stærsti lagalegi sigur í þágu barna í 22 ár

drengur-les-barnasttmlanMannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna hefur samþykkt valfrjálsa bókun um alþjóðlegt kæruferli vegna brota á ákvæðum barnasáttmála S.þ. Þessi nýja bókun mun gera nefnd S.þ. um réttindi barnsins kleift að rannsaka ábendingar sem berast frá börnum og fulltrúum þeirra um brot á réttindum barna. Utanríkisráðuneyti Íslands studdi, að áeggjan Barnaheilla – Save the Children á Íslandi, við gerð þessarar bókunar.

drengur-les-barnasttmlanMannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna hefur samþykkt valfrjálsa bókun um alþjóðlegt kæruferli vegna brota á ákvæðum barnasáttmála S.þ. Þessi nýja bókun mun gera nefnd S.þ. um réttindi barnsins kleift að rannsaka ábendingar sem berast frá börnum og fulltrúum þeirra um brot á réttindum barna. Utanríkisráðuneyti Íslands studdi, að áeggjan Barnaheilla – Save the Children á Íslandi, við gerð þessarar bókunar.

„Þetta er án efa stærsti lagalegur sigur í þágu barna í heiminum í 22 ár og sendir skýr skilaboð um að þeim tíma, þar sem lagaleg mismunun barna er heimil, sé lokið“, segir Michel French, fulltrúi málsvaraskrifstofu Barnaheilla – Save the Children í málefnum S.þ. í Genf. Um er að ræða einstakt tækifæri til að árétta í alþjóðlegum lögum skuldbindingar ríkja um að vernda og virða réttindi allra barna sem kveðið er á um í barnasáttmála S.þ., þeirra á meðal rétt þeirra til heilsu, menntunar og verndar.

Hin nýja bókun sendir skýr skilaboð frá alþjóðasamfélaginu um að börn hafa líka ákveðin réttindi og að að þau geti kvartað á alþjóðavettvangi ef ekki er brugðist við ábendingum þeirra í heimalandi. „Við munum halda áfram starfi okkar til að tryggja að þessi bókun verði samþykkt af allsherjarþingi S.þ. í desember og hlökkum til að hefja baráttuna fyrir fullgildingu hennar“, segir Michel French.

Barnasáttmáli S.þ. er eini alþjóðlegi mannréttindasáttmálinn sem ekki hefur alþjóðlegt kæruferli. Barnaheill – Save the Children á Íslandi, í samstarfi við Mannréttindaskrifstofu Íslands, fóru fram á það að utanríkisráðuneytið myndi styðja við gerð þessarar valfrjálsu bókunar um kæruferli og í mars árið 2010 samþykkti ráðuneytið slíkan stuðning. Alþjóðlegt kæruferli er þarft úrræði sem getur stuðlað að meiri vitund og ábyrgð ríkja heims á mikilvægi þess að virða mannréttindi barna. Ríflega 80 frjáls félagasamtök, þar af Barnaheill – Save the Children, með stuðningi yfir 600 samtaka hvarvetna í heiminum, hafa barist fyrir þessari breytingu frá árinu 2006.