Sterkar stelpur - sterk samfélög

Unglingsstúlkur í fátækustu löndum heims eru í brennidepli í vitundarvakningu frjálsra félagasamtaka í alþjóðastarfi og Þróunarsamvinnustofnunar Íslands sem að þessu sinni kallast Sterkar stelpur – sterk samfélög. Kynningarvikan stendur yfir dagana 6. – 11. október.

StelpuyfirlýsinginUnglingsstúlkur í fátækustu löndum heims eru í brennidepli í vitundarvakningu frjálsra félagasamtaka í alþjóðastarfi og Þróunarsamvinnustofnunar Íslands sem að þessu sinni kallast Sterkar stelpur – sterk samfélög. Kynningarvikan stendur yfir dagana 6. – 11. október.


Af hverju unglingsstúlkur?

Rannsóknir síðustu ára sýna mikilvægi þess að efla stöðu unglingsstúlkunnar til að uppræta fátækt í heiminum. Staða unglingsstúlkna er víða skelfileg - sláandi misrétti, nauðungarhjónabönd, ofbeldi og valdleysi. Þær verða fyrir mannréttindabrotum og mismunun vegna kyns og aldurs. Átakið felur jafnframt í sér hvatningu til allra stúlkna um að standa á rétti sínum og láta rödd sína heyrast, hátt og snjallt.

Komum heiminum í lag!

Á hverjum degi upplifa milljónir stúlkna að raddir þeirra séu kæfðar, lífi þeirra ógnað, réttindi þeirra fótum troðin, frelsi þeirra takmarkað – einungis vegna þess að þær eru stelpur. Með kynningarátakinu Sterkar stelpur – sterk samfélög viljum við að íslenska þjóðin sendi stúlkum sem búa við brot á mannréttindum skilaboð um að þær standi ekki einar: að saman getum við breytt heiminum og gert hann betri.

 

VIÐBURÐIR

Fjöldi viðburða verða í tengslum við átakið þessa viku:

Baráttuhátíð í Hörpu
Einn stærsti viðburður kynningarvikunnar verður baráttuhátíð í Silfurbergi í Hörpu næstkomandi þriðjudag klukkan 12:00-13:00. Þangað er fyrst og fremst stefnt ungu fólki til að fræðast um stöðu unglingsstúlkna í heiminum en kynnar og sögumenn verða ungmenni úr Ungmennaráði Reykjavíkurborgar. Heiðursgestur fundarins er Pernille Fenger framkvæmdastjóri Mannfjöldastofnunar Sameinuðu þjóðanna á Norðurlöndum (UNFPA) sem flytur erindi og kynnir stutta heimildamynd: Of ung til að giftast.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur setur baráttufundinn en auk hans og Pernille Fenger taka til máls Sigríður María Egilsdóttir laganemi og fyrrverandi ræðumaður Íslands og Erla Björg Gunnarsdóttir blaðamaður á Fréttablaðinu sem segir sögu ungrar stúlku í Kenía á flótta undan hnífnum.
Á fundinum verða einnig fluttar örsögur um líf unglingsstúlkna í þróunarríkjum, sýnd myndbönd og stelpuyfirlýsingin verður kynnt.

 

Tónleikar í Iðnó
Annar stórviðburður vikunnar eru tónleikar