100 ára afmælisátaki Barnaheilla – Save the Children á Íslandi hleypt af stokkunum í Smáralind

100 ára afmælisátaki Barnaheilla – Save the Children var hleypt af stokkunum í Smáralind síðastliðna helgi, þar sem tæplega 600 manns „undirrituðu“ á táknrænan hátt yfirlýsingu um að Stöðva Stríð gegn Börnum. Forseti Íslands herra Guðni Th. Jóhannesson og frú Eliza Reid riðu á vaðið með sínu handafari.

 Afmælisátak Barnaheilla stendur allan októbermánuð og hvetjum við fólk til að leggja því lið. Allar upplýsingar má finna á www.stodvumstridgegnbornum.is 
 

Eglantyne Jebb sagði að barnsgrátur væri eina alþjóðlega tungumálið í heiminum. 
 Við heyrum grátinn og munum ekki sitja aðgerðalaus.  Stríð gegn börnum verður að stöðva.


 Nánari upplýsingar um afmælisátak Barnaheilla – Save the Children, skýrslur með tölfræði, myndir og myndbrot má finna á: www.stodvumstridgegnbornum.is