Stoltur og hreykinn verndari Barnaheilla

Fórnfúst starf Vigdísar Finnbogadóttur og skýr sýn hennar á mikilvægi þess að tryggja réttindi barna hefur verið ómetanlegur styrkur í þau ríflega 20 ár sem Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa starfað.

Vigdi´s sgFórnfúst starf Vigdísar og skýr sýn hennar á mikilvægi þess að tryggja réttindi barna hefur verið ómetanlegur styrkur í þau ríflega 20 ár sem Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa starfað.

Vigdís Finnbogadóttir er ein af stofnendum Barnaheilla – Save the Children á Íslandi og er skráður stofnfélagi númer eitt. Samtökin voru stofnuð árið 1989, en ári áður hafði fagfólk á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans komið að máli við Vigdísi um að stofna til félagsskapar sem hefði það að meginmarkmiði að auka rétt barna í samfélaginu. Vigdís var virkur þátttakandi í undirbúningsstarfinu. Nafnið Barnaheill kemur meðal annars úr smiðju hennar, Höllu Þorbjörnsdóttur og Ernu Þorleifsdóttur. Eftir stofnunina tók Vigdís svo að sér hlutverk verndara.

„Mér þykir mjög vænt um Barnaheill og er stolt og hreykin af því að fá að vera verndari samtakanna,“ segir Vigdís um hlutverk sitt. Hún hefur lagt starfinu lið með þátttöku í ótal viðburðum og sendir þannig ský?r skilaboð um að börnin séu framtíðin og það sé á ábyrgð okkar allra að búa þeim betri heim.

Þegar Barnaheill voru stofnuð voru þau einu samtökin sem unnu að réttindum barna á Íslandi. Í dag vinna fjölmörg samtök hér á landi að réttindum barna víða um heim, en Vigdísi finnst mikilvægt að hlúa ekki síður að börnum hér á landi; „Ég styrki öll þessi samtök og dáist mjög að því starfi sem þau vinna, en vil að íslensku börnin séu ekki látin sitja á hakanum. Ég vil að það sjáist greinilega á starfi Barnaheilla að það er verið að sinna börnum hér á Íslandi.“

Vigdís telur mikilvægt að kennarar og aðrir sem vinna með börnum séu vakandi fyrir aðstæðum þeirra. Grípa þurfi inní ef börn þurfi á hjálp að halda og fylgjast með hvort þau séu einangruð, þjáist vegna heimilisaðstæðna eða hvort þau þurfi hjálparhönd, áður en í óefni sé komið; „Fjölskyldur eru haldreipi barna á meðan þau eru að vaxa upp og þeim líður illa ef þau búa ekki við eðlilegar fjölskylduaðstæður. Skólinn getur verið eina akkerið sem börn hafa ef þau búa við erfiðar heimilisaðstæður. Þess vegna vonar maður að kennarar átti sig á ef börnum líður illa. Þau geta hins vegar líka orðið fyrir einelti í skóla, en ég held að skólafólk fylgist vel með því. Einelti er þjóðfélagshöfnun og á því þ