Stöndum saman um velferð barna

Barnaheill – Save the Children á Íslandi hvetja alla í samfélaginu til að hafa það sem er börnum fyrir bestu að leiðarljósi nú sem endranær vegna Covid-19 faraldursins. Börn þurfa öðrum fremur á umhyggju, stöðugleika og öryggi að halda.

  • Tökum tillit til foreldra. Atvinnulífið þarf að sýna því skilning að foreldrar þurfa að sinna börnum sínum þegar skólastarf er skert og börnin heima og geta því ekki skilað fullum vinnuafköstum á sama tíma.
  • Hlustum á börnin. Gefum börnum tækifæri til að tjá líðan sína og upplifun. Fræðum börn um aðstæður í samfélaginu út frá aldri þeirra, líðan og þroska.
  • Verum góð fyrirmynd. Börn skynja líðan okkar og viðhorf þeirra mótast út frá þeim viðbrögðum sem við sýnum. Mikilvægt er aðfara eftir tilmælum Almannavarna hverju sinni svo börn læri um nauðsyn þess.
  • Sýnum samkennd og umhyggju í orði og verki. Aðstæður okkar eru mismunandi og mikilvægterað sýna því skilning.
  • Tilkynnum til barnaverndar. Verum vakandi yfir aðstæðum sem börn búa við. Tilkynnum til barnaverndar í númerið 112 ef grunur leikur á að börn búi við slæm skilyrði, ofbeldi eða vanrækslu. Umhverfi barna getur versnað við þessar breyttu aðstæður.

Barnaheill – Save The Children óska öllum landsmönnum gleðilegra páska.