Streita og kvíði barna, einkenni og úrræði

Miðvikudaginn 23. nóvember stendur Náum áttum, opinn samstarfshópur um fræðslu og forvarnarmál, fyrir morgunverðarfundi þar sem fjallað verður um streitu og kvíða barna.

Miðvikudaginn 23. nóvember stendur Náum áttum, opinn samstarfshópur um fræðslu og forvarnarmál, fyrir morgunverðarfundi þar sem fjallað verður um streitu og kvíða barna.

Á fundinum mun Lárus H. Blöndal, sálfræðingur hjá SÁÁ og Von halda erindi sem ber yfirskriftina „...en pabbi er ekki róni!“ en það fjallar um börn alkahólista og sálfræðiþjónustu SÁÁ fyrir þann hóp. Þá munu Berglind Brynjólfsdóttir og Sigríður Snorradóttir, sálfræðingar hjá BUGL fjalla um þróun og birtingarmynd kvíða og Margrét Birna Þórarinsdóttir, sálfræðingur hjá Þjónustumiðstöð Breiðholts, ræðir um kvíða skólabarna, forvarnir og inngrip.

Fundarstjóri er Salbjörg Bjarnadóttir.

Fundurinn hefst kl. 08.15 á Grand Hóteli Reykjavík og stendur til kl. 10.00. Skráning fer fram á http://iogt.is/page/skraning_a_vidburdi