Stuðningi við börn sem búa við heimilisofbeldi verulega ábótavant í Reykjavík

Ekkert_barnBörnum, sem eru vitni að heimilisofbeldi, standa fá eða engin úrræði til boða af hálfu félagslega kerfisins í Reykjavík. Lítið sem ekkert samráð virðist vera á milli þeirra stofnana, sem að þessum málaflokk koma, þegar börn eru annars vegar. Ekki er rætt við börnin eða á þau hlustað og fjölda heimilisofbeldismála, sem tilkynnt eru til barnaverndar, lýkur með bréfi til þolanda ofbeldisins, oftast móður, með almennum upplýsingum um úrræði en án frekari eftirfylgdar. Þetta eru helstu niðurstöður í rannsókn Barnaheilla – Save the Children á Íslandi á stuðningi við þessi börn en hún var kynnt á málþingi samtakanna um sama efni í dag.

Ekkert_barnBörnum, sem eru vitni að heimilisofbeldi, standa fá eða engin úrræði til boða af hálfu félagslega kerfisins í Reykjavík. Lítið sem ekkert samráð virðist vera á milli þeirra stofnana, sem að þessum málaflokk koma, þegar börn eru annars vegar. Ekki er rætt við börnin eða á þau hlustað og fjölda heimilisofbeldismála, sem tilkynnt eru til barnaverndar, lýkur með bréfi til þolanda ofbeldisins, oftast móður, með almennum upplýsingum um úrræði en án frekari eftirfylgdar. Þetta eru helstu niðurstöður í rannsókn Barnaheilla – Save the Children á Íslandi á stuðningi við þessi börn en hún var kynnt á málþingi samtakanna um sama efni í dag.

Brýn þörf er á endurskoðun í Reykjavík á málefnum barna, sem eru vitni að ofbeldi á heimilum sínum. Auka þarf vitund um að synir og dætur þolenda, oftast kvenna, sem verða fyrir ofbeldi af hálfu maka, eru einnig fórnarlömb ofbeldisins. Langtímarannsóknir gefa til kynna að þessum börnum er hættara við að þróa með sér langvarandi sálræn og félagsleg vandamál, s.s. þunglyndi, kvíði, sektarkennd, misnotkun áfengis og vímuefna. Í alþjóðlegri rannsókn sem Sameinuðu þjóðirnar unnu árið 2005 um umfang heimilisofbeldis kemur fram að áætla megi að 275 milljónir barna verði hvað eftir annað vitni að ofbeldi gegn móður eða á milli foreldra. Tölur, sem bárust frá Íslandi í rannsóknina, gefa til kynna að 2000 börn verði á ári hverju vitni að heimilisofbeldi (2,5% íslenskra barna). Ekki er óvarlegt að álykta að börnin séu enn fleiri því heimilisofbeldi er oftar en ekki eitt besta geymda leyndarmál fjölskyldu.

Rannsókn Barnaheilla – Save the Children á Íslandi á þeim stuðningi sem í boði er fyrir börn sem eru vitni að heimilisofbeldi, var styrkt af Daphne-áætlun Evrópusambandsins og unnin í samvinnu við Barnaheill – Save the Children á Spáni og á Ítalíu. Verkefnið hófst í febrúar 2010. Viðmælendur, sem tóku þátt í rannsókn samtakanna, eru allir sammála um að börn sem búa við heimilisofbeldi séu einnig fórnarlömb ofbeldisins. Viðmælendurnir starfa hjá mikilvægum stofnunum í samfélaginu sem mörgum hverjum er beinlínis ætlað að vernda börn með hag þeirra að leiðarljósi. 

Þegar litið er yfir það verklag sem tíðkast í Reykjavík í málum af þessum toga má segja að flestir líti svo á að með því að tilkynna um mál til barnaverndar sé tryggt að börn sem eru vitni að heimilisofbeldi fái þann stuðning og öryggi sem þau þurfa. En í