Stuðningsklúbbur landsliðs Wales afhenda Barnaheillum peningagjöf

Stuðningsklúbbur Wales færir Barnaheillum peningagjöfTalsmenn stuðningsklúbbs landsliðs Wales afhentu í morgun (28. maí) Barnaheillum – Save the Children peningagjöf til styrktar baráttu samtakanna gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum

Talsmenn stuðningsklúbbs landsliðs Wales afhentu í morgun (28. maí) Barnaheillum – Save the Children peningagjöf til styrktar baráttu samtakanna gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum

Stuðningsklúbburinn starfrækir góðgerðarsamtök sem heita Gôl og standa þeir fyrir fjáröflunum fyrir landsleiki og afhenda góðgerðarsamtökum í því landi þar sem leikurinn fer fram. Markmiðið með góðgerðarsamtökunum er að láta gott af sér leiða og um leið að breyta þeirri neikvæðu ímynd sem oft er af fótboltaáhangendum. Það var Petrína Ásgeirsdóttir sem tóka við gjöfinni fyrir hönd Barnaheilla frá Neil Dymock og einnig voru bresku sendiherrahjónin Alp og Elaine Mehmet viðstödd. Barnaheill þakka Gôl innilega fyrir stuðninginn.