Styrkir úr Lýðheilsusjóði 2019

Hér mjá sjá hluta þess fjölmenna hóps sem veitti styrkjum viðtöku. Linda Hrönn Þórisdóttir, verkefna…
Hér mjá sjá hluta þess fjölmenna hóps sem veitti styrkjum viðtöku. Linda Hrönn Þórisdóttir, verkefnastjóri hjá Barnaheillum, fyrir miðri mynd, veitti styrkjum viðtöku fyrir hönd Barnaheilla.

Í dag var tilkynnt um úthlutun úr Lýðheilsusjóði 2019 og hlutu tvö verkefni Barnaheilla styrk úr sjóðnum auk þess sem Verndarar barna - Blátt áfram, sem hafa sameinast Barnaheillum hlutu styrk. Styrkirnir sem veittir voru Barnaheillum voru fyrir Vináttu, forvarnaverkefni gegn einelti og Hjólasöfnun. Verndarar barna - Blátt áfram hlutu styrk  fyrir verkefnið Bellanet þar sem starfsfólk félagsmiðstöðva er þjálfað til þess að styrkja sjálfsmynd stelpna og stuðla að áfengis- og vímuvörnum.

Samtökin eru afar þakklát fyrir þessa styrki sem gera þeim kleift að sinna þessum mikilvægu verkefnum.