Styrkja menntun barna í Kambódíu

kambdsk_brn__sklabekk.jpgBarnaheill hafa undanfarin ár tekið þátt í uppbyggingu grunnskóla-menntunar í litlu þorpi í Kambódíu, í samstarfi við Save the Children samtökin í Noregi. Ekki eru nema nokkur ár frá því síðustu yfirráðasvæði hinna illræmdu Rauðu Khmera voru frelsuð úr helgreipum þeirra. Íbúar þessa þorps höfðu búið við stöðugan ótta og ógnanir í meira en tvo áratugi. Afleiðingarnar voru m.a. þær að ólæsi jókst hjá ungu fólki, sérstaklega börnum og unglingum.