Syngum saman stöndum saman í Guðríðarkirkju í dag

Syngjum saman, stöndum saman í Guðríðarkirkju 4. maí 2019
Syngjum saman, stöndum saman í Guðríðarkirkju 4. maí 2019

Kórar Lindaskóla, Ingunnarskóla og Vogaskóla sungu saman til styrktar Barnaheillum í Guðríðarkirkju í dag.  Ragneiður Gröndal söngkona söng tvö af eigin lögum með börnunum. Stjórnandi var Jóhanna Halldórsdóttir. Fullt var út úr dyrum og mikil og góð stemmning meðal gesta. Þetta er í fimmta sinn sem tónleikarnir Syngjum saman stöndum saman eru haldnir.

Samtökin þakka innilega fyrir þennan mikilsverða stuðning í þágu barna hér á landi sem erlendis.

Ragnheiður Gröndal syngur með börnunumRagnheiður Gröndal, söngkona, og Jóhanna Halldórsdóttir, kórstjóri, ásamt börnum úr kórunum