Sýrland - Líf milljóna barna í hættu vegna hruns heilbrigðiskerfisins

Heilbrigðisstarfsfólk í Sýrlandi hefur þurft að taka þátt í hrottalegum lækningaraðferðum vegna þess hve laskað heilbrigðiskerfið er orðið í landinu. Farsóttir herja einnig á milljónir barna sem eru óvarin gegn margskonar lífshættulegum sjúkdómum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Barnaheilla – Save the Children.

Heilbrigðisstarfsfólk í Sýrlandi hefur þurft að taka þátt í hrottalegum lækningaraðferðum vegna þess hve laskað heilbrigðiskerfið er orðið í landinu. Farsóttir herja einnig á milljónir barna sem eru óvarin gegn margskonar lífshættulegum sjúkdómum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Barnaheilla – Save the Children.

 

Skýrslan sem kallast á ensku A devastating Toll: the Impact of Three Years of War on the Health of Syria’s Children, varpar ljósi á hrun heilbrigðiskerfisins í landinu og afleiðingum þess. Börn deyja ekki einungis af sárum sínum vegna átakanna, heldur einnig vegna sjúkdóma sem áður hefði verið hægt að meðhöndla eða koma í veg fyrir.

 

Hrun heilbrigðisþjónustu hefur margvíslegar birtingarmyndir:

  • Börn eru aflimuð vegna þess að lækningarstofur eru ekki búnar nauðsynlegum tækjum eða lyfjum fyrir viðeigandi meðferðir
  • Nýburar deyja í hitakössum þegar rafmagn fer af
  • Sjúklingar eru rotaðir með málmkylfum þar sem deyfi- og svæingalyf vantar
  • Sjúklingar fá blóðgjöf manna á milli sem stofnar lífi þeirra í hættu

 

“Þessi mannúðarkrísa er á stuttum tíma orðin að alvarlegri heilbrigðiskrísu” segir Roger Hearn, svæðisstjóri Save the Children; “Börn innan Sýrlands búa við grófar og frumstæðar aðstæður. Bara það að finna lækni er háð heppni. Að finna lækni með nauðsynleg tæki og lyf fyrir vieigandi meðferð er nánast óhugsandi. Þær örvæntingafullu aðferðir sem heilbrigðisstarfsfólk neyðist til að grípa til, til að halda lífi í börnum eru sífellt skelfilegri.”

 

Læknir sem vinnur í Sýrlandi sagði Save the Children; “Á hverjum degi koma börn sem þjást af lífshættulegum brunasárum og beinbrotum og þurfa á flóknum aðgerðum að halda, en á þessum litla spítala höfum við ekki möguleika að framkvæma þær. Stundum þurfum við að aflima þau til að bjarga lífum þeirra – því annars deyja þau vegna blóðmissis.”

 

Helstu áhyggjur  í heilbrigðisgeiranum snúa að sjúkdómsfaröldrum á borð við lömunarveiki og mislinga, sem koma upp aftur og aftur og geta valdið varanlegum lemstrunum, lömun og jafnvel dauða.  Allt að 80 þúsund börn eru talin smituð af verstu tegund lömunarveiki án þess að vita af því og sjúkdómurinn smitast þannig óheftað áfram.

 

Flesta sjúkdóma sem herja á börn innan Sýrlands væ