Sýrlensk börn hafa upplifað fjöldamorð, pyntingar og hryllilegt ofbeldi

Börn eru skotmörk í grimmilegum árásum og upplifa dráp á foreldrum, systkinum og öðrum börnum, auk þess að vera vitni að pyntingum, eða verða sjálf fórnarlömb pyntinga. Þetta segja flóttamenn í flóttamannabúðum í Jórdaníu. Fátt bendir til að átökunum í Sýrlandi linni á næstunni og því eru Save the Children að þrefalda stuðning sinn við flóttafólk í nágrannalöndunum. Ný skýrsla Save the Children - Ósögð grimmdarverk - varpar ljósi á hörmulegar aðstæður barnanna. Skýrsluna er að finna hér.
Héðinn Halldórsson, upplýsingafulltrúi alþjóðahluta Save the Children, er staddur í Amman í Jórdaníu; „Ég hef undanfarna daga rætt við börn og unglinga sem segja frá því hvernig þau voru pyntuð, fangelsuð eða voru vitni að því þegar önnur börn voru pyntuð eða myrt, allt niður í 9 ára aldur. Vitnisburð þessara barna er ekki hægt að sannreyna fyrr en alþjóðsamtök fá fullan aðgang að Sýrlandi, en þetta er það sem starfsfólk okkar heyrir á hverjum einasta degi.“

Börn eru skotmörk í grimmilegum árásum og upplifa dráp á foreldrum, systkinum og öðrum börnum, auk þess að vera vitni að pyntingum, eða verða sjálf fórnarlömb pyntinga. Þetta segja flóttamenn í flóttamannabúðum í Jórdaníu. Fátt bendir til að átökunum í Sýrlandi linni á næstunni og því eru Save the Children að þrefalda stuðning sinn við flóttafólk í nágrannalöndunum. Ný skýrsla Save the Children - Ósögð grimmdarverk - varpar ljósi á hörmulegar aðstæður barnanna. Skýrsluna er að finna hér.

Héðinn Halldórsson, upplýsingafulltrúi alþjóðahluta Save the Children, er staddur í Amman í Jórdaníu; „Ég hef undanfarna daga rætt við börn og unglinga sem segja frá því hvernig þau voru pyntuð, fangelsuð eða voru vitni að því þegar önnur börn voru pyntuð eða myrt, allt niður í 9 ára aldur. Vitnisburð þessara barna er ekki hægt að sannreyna fyrr en alþjóðsamtök fá fullan aðgang að Sýrlandi, en þetta er það sem starfsfólk okkar heyrir á hverjum einasta degi.“

Save the Children aðstoða flóttamenn í búðunum og utan þeirra. Þau segja börnin í alvarlegu áfalli eftir þessar upplifanir. Nauðsynlegt sé að hjálpa þeim að vinna úr þeim hörmungum sem þau hafa upplifað, auk þess að bjóða upp á sértækan stuðning til þeirra barna sem sýna merki áfallastreituröskunar á borð við sjálfsmeiðingar, martraðir og þeirra sem væta rúm sín.

“Hryllilegt ofbeldi er framið gegn börnum í Sýrlandi. Þau þurfa sérfræðistuðning núna til að hjálpa þeim að komast yfir þessar átakanlegu lífsreynslu. Það þarf líka að skrá vitnisburð barnanna svo hægt sé að sækja þá sem eru ábyrgir fyrir voðaverkunum til saka,” segir Jasmine Whitbread, yfirmaður alþjóðasamtakanna Save the Children.
 
„Viðtöl okkar við nærri 100 börn í Líbanon og Jórdaníu staðfesta niðurstöður bæði Sameinuðu þjóðanna sem og annarra hjálparsamtaka, og því óttumst við að þetta sé aðeins toppurinn á ísjakanum,“ segir Héðinn.

Samtökin kalla eftir því að Sameinuðu þjóðunum verði gert kleift að herða á vinnu við gagnaöflun um brot gegn börnum í Sýrlandi svo glæpir gegn börnum séu ekki framdir án þess að refsing liggi við.

Ósögð grimmdarverk – er safn vitnisburða barnanna og foreldra þeirra sem þiggja hjálp Save the Children eftir að hafa flúið frá Sýrlandi. Fr&aa