Systur máluðu myndir og seldu til styrktar úkraínskum börnum

Systurnar Emilíana Sif, 9 ára og Karen Sól, 11 ára, máluðu fallegar myndir með vatnslitum sem þær skönnuðu inn og fjöldaframleiddu á góðan pappír. Þær seldu verkin bæði sem myndir og sem merkimiða, nokkra í pakka. Systurnar seldu myndirnar á netinu, gengu í hús og héldu tombólu og samtals söfnuðu þær kr. 147.000. Emilíana Sif og Karen Sól afhentu Barnaheillum – Save the Children á Íslandi söluhagnaðinn sem rennur í neyðarsjóð Barnaheilla til Úkraínu.

Við þökkum þessum duglegu stúlkum kærlega fyrir sitt framlag til Úkraínu.