Tæplega 11000 einstaklingar skora á yfirvöld að veita börnum sem eru vitni að heimilisofbeldi tilhlýðilegan stuðning

Barnaheill – Save the Children á Íslandi afhentu í dag Jóni Gnarr, borgarstjóra Reykjavíkur undirskriftir tæplega 11000 einstaklinga þar sem þeir skora á yfirvöld að tryggja börnum, sem eru vitni að heimilisofbeldi, tilhlýðilegan stuðning. Rannsókn samtakanna sem kynnt var febrúar leiddi í ljós að þessum börnum standa ekki nægileg úrræði til boða af hálfu félagslega kerfisins í Reykjavík. Skortur virðist á samráði milli þeirra stofnana, sem að þessum málaflokk koma, þegar börn eru annars vegar. Misbrestur er á að rætt sé við börn og líðan þeirra metin og tæplega helmingi heimilisofbeldismála, sem tilkynnt eru til barnaverndar, lýkur með bréfi til þolanda ofbeldisins, oftast móður, með almennum upplýsingum um úrræði en án frekari eftirfylgdar.

Barnaheill – Save the Children á Íslandi afhentu í dag Jóni Gnarr, borgarstjóra Reykjavíkur undirskriftir tæplega 11000 einstaklinga þar sem þeir skora á yfirvöld að tryggja börnum, sem eru vitni að heimilisofbeldi, tilhlýðilegan stuðning. Rannsókn samtakanna sem kynnt var febrúar leiddi í ljós að þessum börnum standa ekki nægileg úrræði til boða af hálfu félagslega kerfisins í Reykjavík. Skortur virðist á samráði milli þeirra stofnana, sem að þessum málaflokk koma, þegar börn eru annars vegar. Misbrestur er á að rætt sé við börn og líðan þeirra metin og tæplega helmingi heimilisofbeldismála, sem tilkynnt eru til barnaverndar, lýkur með bréfi til þolanda ofbeldisins, oftast móður, með almennum upplýsingum um úrræði en án frekari eftirfylgdar.

Rannsóknin var kynnt um miðjan febrúar en í kjölfar hennar fóru Barnaheill – Save the Children á Íslandi í vitundarvakningu um málefni barna, sem eru vitni að ofbeldi á heimilum sínum. Auka þarf vitund um að synir og dætur þolenda, oftast kvenna, sem verða fyrir ofbeldi af hálfu maka, eru einnig fórnarlömb ofbeldisins. Liður í þeirri vitundarvakningu var undirskriftasöfnun á netinu. Í mars sl. voru velferðarráðherra afhentar þær undirskriftir sem þá höfðu safnast en nú þegar undirskriftasöfnun er formlega lokið hafa 10980 einstaklingar skrifað undir áskorun til stjórnvalda um bætt úrræði til handa börnum í þessum aðstæðum.

Talið er að a.m.k. 2000 börn verði á ári hverju vitni að ofbeldi gegn móður eða ofbeldi á milli foreldra á heimilum sínum, en þær tölur eru ekki áreiðanlegar og að mati Barnaheilla – Save the Children er hér um falið vandamál að ræða Þegar litið er yfir það verklag sem tíðkast í Reykjavík í málum af þessum toga má segja að flestir líti svo á að með því að tilkynna um mál til barnaverndar sé tryggt að börn sem eru vitni að heimilisofbeldi fái þann stuðning og öryggi sem þau þurfa. En í raun og veru er gap á milli þeirra væntinga sem viðmælendur hafa til barnaverndar og þess hvernig barnavernd tekur og getur tekið á málum. Í félagslega kerfinu virðist ekki vera skimað sérstaklega eftir því hvort börn eru vitni að heimilisofbeldi né lagt markvisst mat á líðan þeirra svo hægt sé að veita þeim viðeigandi aðstoð. Í dag er í boði eitt hópúrræði á vegum Barnaverndarstofu fyrir börn sem verið hafa vitni að heimilisofbeldi. Skilyrði fyrir þátttöku í þeirri meðferð er að ofbeldi sé ekki lengur til staðar á heimili, barnið sé eldra en fimm ára og tali íslensku.

Það er afar brýnt að koma á heildstæðri stefnu í málum barna sem eru vitni að heimilisofbeldi, með viðeigandi