Tæplega 250 börn njóta góðs af hjólasöfnun

Afhending á hjólum sem söfnuðust í hjólasöfnun Barnaheilla – Save the Children á Íslandi og hjólreiðakeppninnar Wow Cyclothon hófst í lok júní. Alls bárust tæplega 500 hjól í söfnunina. Sjálfboðaliðum tókst að gera við tæplega 250 hjól en mörg hjólanna sem ekki var hægt að gera við nýttust í varahluti.Afhending hjólanna fór fram í gegnum mæðrastyrksnefndir, Fjölskylduhjálp Íslands á Suðurnesjum og Félagsþjónustu Hafnarfjarðar.

Afhending á hjólum sem söfnuðust í hjólasöfnun Barnaheilla – Save the Children á Íslandi og hjólreiðakeppninnar Wow Cyclothon hófst í lok júní. Alls bárust tæplega 500 hjól í söfnunina. Sjálfboðaliðum tókst að gera við tæplega 250 hjól en mörg hjólanna sem ekki var hægt að gera við nýttust í varahluti.Afhending hjólanna fór fram í gegnum mæðrastyrksnefndir, Fjölskylduhjálp Íslands á Suðurnesjum og Félagsþjónustu Hafnarfjarðar.

Hjólasöfnunin var liður í átaksverkefni Barnaheilla „Hreyfing og líkamlegt heilbrigði“. Verkefnið byggir á ákvæðum barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna um rétt barna til líkamlegs heilbrigðis. Öll áheit á hjólaliðin í Wow Cyclothon keppninni runnu óskipt til verkefnisins. Alls söfnuðust 3,8 milljónir með áheitum og hluta af liðsgjöldum keppenda.

„Það er virkilega ánægjulegt að verða þess áskynja, að fólk er tilbúið að leggja sitt af mörkum til að láta gott af sér leiða og það má með sanni segja, að fólk sé meðvitað um félagslegar aðstæður barna í þjóðfélaginu,“ segir Ágúst Þórðarson, framkvæmdastjóri Barnaheilla – Save the Children á Íslandi; „Við höfðum ekki gert okkur grein fyrir að þörfin væri jafn mikil og raun bar vitni, en viðtökurnar voru framar björtustu vonum.“

Fjöldi fyrirtækja og einstaklinga gerði söfnunina mögulega með því að leggja fram vinnu, aðstöðu eða búnað. Gámaþjónustan og Hringrás söfnuðu hjólum á endurvinnslustöðvum út um allt land og Sorpa á höfuðborgarsvæðinu. Skíðaþjónustan á Akureyri aðstoðaði við viðgerðir og úrvinnslu á Akureyri. Húsasmiðjan og Áberandi lögðu til skilti. Hringrás tók hitann og þungann af flutningum á hjólunum á verkstæði söfnunarinnar í Síðumúla sem Landsbankinn lagði til. Sjálfboðaliðar nærðu sig á Dominos pizzum og hamborgurum frá Hamborgarabúllunni við Geirsgötu og svöluðu þorstanum með V Brennslu frá Ölgerðinni. Sendibílastöðin kom hjólunum á afhendingarstaði eftir viðgerð og B.G. Þjónustan ehf. sá um þrif á verkstæðinu eftir að vinnu lauk. Tryggingamiðstöðin gaf síðan hjálma til allra þeirra  barna sem fengu hjól og ekki áttu hjálm.

Í átaksverkefninu „Hreyfing og líkamlegt heilbrigði“ eru börn hvött til þátttöku í ýmiss konar hreyfingu með reglulegum viðburðum þar sem mismun