Tæplega 35 þúsund börn hafa þurft að flýja heimili sín í Súdan

Awen2_with_3_of_her_grandchildren_Abyei_may_2011-scrAukin átök á hinu umdeilda Abyei-svæði í Súdan hafa hrakið tæplega 35 þúsund börn brott frá heimilum sínum frá því 20. maí sl. Þetta er mat Barnaheilla – Save the Children sem vara við því að mörg þeirra barna sem orðið hafa viðskila við fjölskyldur sínar, eigi mjög á hættu að verða fyrir alvarlegu andlegu áfalli og misnotkun.
 

Awen2_with_3_of_her_grandchildren_Abyei_may_2011-scr
Awen hefur verið á flótta með barnabörn sín frá því að átökin hófust. Ljósmynd: Barnaheill - Save the Children.

Aukin átök á hinu umdeilda Abyei-svæði í Súdan hafa hrakið tæplega 35 þúsund börn brott frá heimilum sínum frá því 20. maí sl. Þetta er mat Barnaheilla – Save the Children sem vara við því að mörg þeirra barna sem orðið hafa viðskila við fjölskyldur sínar, eigi mjög á hættu að verða fyrir alvarlegu andlegu áfalli og misnotkun.
Nær allir íbúar Abyei-bæjar hafa flúið skothríð, eldsvoða og gripdeildir. Óttast er að átökin á milli liðsmanna Norður- og Suður-Súdan eigi eftir að breiðast enn frekar út. Börn á flótta standa frammi fyrir margvíslegum hættum, svo sem að dragast inn í átök eða verða vitni að hryllilegum atburðum. Barnaheill – Save the Children óttast að börn, sem orðið hafa viðskila við foreldra sína og eru ráðvillt og hrædd, verði auðveld fórnarlömb kynferðislegrar og líkamlegrar misnotkunar eða að þau verði þvinguð til herstarfa. Því lengur sem átökin vara, þeim mun meiri er hættan fyrir börnin.

 
Barnaheill – Save the Children eru reiðubúin að bregðast við ástandinu í Abyei en átökin koma í veg fyrir að hjálp berist á þau svæði sem verst hafa orðið úti.  „Það er erfitt að ímynda sér hve ógnvekjandi þetta óstöðuga ástand er fyrir þessi börn,“ segir Amin El Fadil, framkvæmdastjóri fyrir málefni Súdan hjá Barnaheillum – Save the Children í Svíþjóð. „Barnaheill – Save the Children hafa miklar áhyggjur af börnum sem eru þessa stundina fjarri þeirri mannúðaraðstoð sem í boði er. Við þurfum að komast til Abyei, svo við getum veitt þeim þá hjálp sem þau þurfa.“
 
Norður- og Suður-Súdan kljást um Abyei-svæðið. Suður-Súdan samþykkti í atkvæðagreiðslu í janúar fyrr á þessu ári að verða sjálfstætt ríki en reglulegir árekstrar hafa verið á milli þeirra sem vilja að svæðið verði áfram hluti af Norður-Súdan og hinna sem telja að það eigi að tilheyra Suður-Súdan.

Þessi nýi straumur flóttamanna nú bætist við þá mannúðarkreppu sem ríkt hefur í Suður-Súdan, þar sem margt fátækasta fólk heimsins býr. Á síðustu mánuðum hafa hu