Tengjum kynslóðir á alþjóðlega netöryggisdaginn

Alþjóðlegi netöryggisdagurinn verður haldinn hátíðlegur í níunda sinn þann 7. febrúar næstkomandi. Þemað í ár er „Tengjum kynslóðir” og munu yfir 60 þjóðir um allan heim standa fyrir skipulagðri dagskrá þennan dag þar sem til umfjöllunar verða ýmis verkefni þar sem tæknin tengir kynslóðir saman. Áhersla verður lögð á að kynslóðir miðli af þekkingu sinni og reynslu milli kynslóða, en þannig má stuðla að jákvæðri og öruggri notkun Netsins.

Alþjóðlegi netöryggisdagurinn verður haldinn hátíðlegur í níunda sinn þann 7. febrúar næstkomandi. Þemað í ár er „Tengjum kynslóðir” og munu yfir 60 þjóðir um allan heim standa fyrir skipulagðri dagskrá þennan dag þar sem til umfjöllunar verða ýmis verkefni þar sem tæknin tengir kynslóðir saman. Áhersla verður lögð á að kynslóðir miðli af þekkingu sinni og reynslu milli kynslóða, en þannig má stuðla að jákvæðri og öruggri notkun Netsins.

Netöryggismiðstöðvar 30 Evrópuþjóða, sem mynda Insafe-netverkið, og nær 40 önnur lönd munu þennan dag leiða saman ungt fólk og fullorðna til að vekja athygli á og ræða um Netið. Netverkið hefur látið framleiða stutta auglýsingu til að styðja við átakið. Hún verður sýnd í sjónvarpi næstu daga auk þess sem hún verður aðgengileg á Netinu.

Í tilefni netöryggisdagsins stendur SAFT (Samfélag, fjölskylda og tækni), sem Barnaheill – Save the Children á Íslandi eiga aðild að, fyrir málþingi í Bratta, aðalbyggingu Menntavísindasviðs Háskóla Íslands v/Stakkahlíð, frá kl. 13.00-16.00. Málþingið er haldið í samstarfi við ráðuneyti innanríkis-, mennta- og menningarmála og velferðar, Póst- og fjarskiptastofnun, Símann, Microsoft Íslandi  og Háskóla Íslands. Fundarstjórar verða Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla, og Sigurbergur I. Jóhannsson, ungmennaráði SAFT.

Dagskrá:

• 13.00 - Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra setur málþingið

• 13.10 - Ari Eldjárn uppistandari: Hvernig er líf án Netsins og hvernig verður Netið í framtíðinni?

• 13.25 - Diljá Helgadóttir, ungmennaráði SAFT: Áhrif internetsins á samskipti fólks

• 13.45 - Ólafía Dögg Ásgeirsdóttir, verkefnisstjóri hjá Reykjavíkurborg: Ungir uppfæra eldri borgara

• 14.05 - Salvör Gissurardóttir, lektor í upplýsingatækni og tölvunotkun í námi og kennslu við Menntavísindasvið HÍ: Félagslegur jöfnuður og Internetið

• 14.25 - Kaff

i• 14.45 - Stefán Jökulsson, lektor í kennslufræði, Menntavísindasviði HÍ: Hvað er af sem áður var? Um kynslóðamun í stafrænum heimi

• 15.05 - Einar Skúlason, kynningarstjóri Fréttablaðsins og Vísis, Markaðssviði: Siðferði, fjölmiðlar og Netið – fjölmiðlafólk miðlar til grunnskólanema

• 15.25 - Stefán Hrafn Hagalín, forstöðumaður samskiptasviðs Advania: Með tilkomu öflugra leitarvéla og samfélagsmiðla er einkalíf þitt og lífshlaup eins og op