Tengsl barnafátæktar og skorts á tækfærum og menntun

Barnaheill – Save the Children á Íslandi kynna nýútkomna skýrslu um fátækt barna og tengsl bágs efnahags við skort á tækifærum og menntun. Kynningin fer fram fimmtudaginn 15. desember kl. 14.00 í sal Menntaskólans við Sund, Gnoðarvogi 43. 

ForsíðaBarnaheill – Save the Children á Íslandi kynna nýútkomna skýrslu um fátækt barna og tengsl bágs efnahags við skort á tækifærum og menntun. Kynningin fer fram fimmtudaginn 15. desember kl. 14.00 í sal Menntaskólans við Sund, Gnoðarvogi 43. 

Skýrslan nefnist á ensku ENDING EDUCATIONAL POVERTY AND CHILD POVERTY  IN EUROPE - Leaving no child behind, eða Tengsl barnafátæktar og skorts á  tækifærum og menntun. 
 
Um er að ræða samstarfsverkefni Save the Children samtakanna í Evrópu um fátækt barna í álfunni. Hún er framhald af skýrslu sem gefin var út í apríl 2014.  Megintilgangur verkefnisins er að kanna stöðu barna með tilliti til efnahagslegrar stöðu foreldra þeirra. Niðurstöður sýna að vegna fátæktar njóta ekki öll börn þeirra réttinda sem þau eiga samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og því er mikilvægt að  þrýsta á stjórnvöld um aðgerðir.
 
Niðurstöður skýrslunnar verða kynntar í sal Menntaskólans við Sund fimmtudaginn 15. desember kl. 14:00.  Í kynningunni verður lögð sérstök áhersla á stöðu barna á Íslandi.
 
Dagskrá:

1. Margrét Júlía Rafnsdóttir, verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi kynnir niðurstöður skýrslunnar.

2. Ingibjörg Ragnheiður Kristjánsdóttir Linnet, fulltrúi Ungmennaráðs Barnaheilla – Save the Children á Íslandi segir frá vinnustofum með börnum í Evrópu og hvað börn hafa að segja um fátækt og afleiðingar fátæktar.

3. Jón Torfi Jónasson, prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands bregst við skýrslunni.

4. Charlotta Sigmundsdóttir, Að upplifa fátækt - reynslusaga.
 
Fundarstjóri er Kolbrún Baldursdóttir, formaður Barnaheilla - Save the Children á Íslandi.
 
Kynningin er öllum opin á meðan húsrúm leyfir. Við hvetjum ykkur til að áframsenda boðið á þá sem þið teljið málið varða.
 
Vinsamlega staðfestið þátttöku með því að senda tölvupóst á barnaheill@barnaheill.is fyrir 14. desember næstkomandi.