Það sem er barninu fyrir bestu

Margir þekkja meginreglu Barnasáttmálans, 3. gr., um það sem er barninu fyrir bestu. En hvað þýðir hún nákvæmlega? Hvað fest í þessari grunnreglu í málefnum barna?

Í tilefni af 30 ára afmæli Barnasáttmálans á þessu ári munu Barnaheill, umboðsmaður barna og Unicef á Íslandi fjalla um ákveðnar greinar Barnasáttmálans, eina í hverjum mánuði,  og útskýra nánar inntak þeirra til fræðslu og upplýsinga.

Barnasáttmálinn var  lögfestur hér á landi árið 2013, sbr. lög nr. 19/2013, en grein janúarmánaðar er 3. gr. sáttmálans sem kveður á um þá meginreglu að það sem er barni fyrir bestu skuli ávallt hafa forgang við alla ákvarðanatöku sem varðar börn. Sambærilega reglu er einnig að finna í 2. mgr. 1. gr. barnalaga nr. 76/2003 enda um rótgróna meginreglu að ræða.

Hér má lesa nánar um inntak 3. greinarinnar.