Það þarf þjóð til að vernda barn á netinu

Á undanförnum vikum hefur verið mikil umræða í samfélaginu um orðræðu á netinu. Við erum minnt á að það sem einu sinni fer á netið er hægt að grafa upp aftur. Menn geta þurft að mæta fortíð sinni og svara fyrir orðræðu sem er geymd en ekki gleymd.

Á undanförnum vikum hefur verið mikil umræða í samfélaginu um orðræðu á netinu. Við erum minnt á að það sem einu sinni fer á netið er hægt að grafa upp aftur. Menn geta þurft að mæta fortíð sinni og svara fyrir orðræðu sem er geymd en ekki gleymd.


Börnin okkar alast upp sem netverjar. Það fennir síður yfir bernskubrek þeirra en okkar sem vorum börn fyrir tíma netsins. Sár vegna illra ummæla eða myndefnis sem birt er af þeim er einnig erfiðara að græða, því sífellt er hægt að ýfa þau og opna. Netið hefur orðið vettvangur eineltis og ofbeldis og börn eru bæði gerendur og þolendur.

Samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og öðrum íslenskum lögum eiga börn rétt á vernd gegn hvers kyns ofbeldi; líkamlegu, andlegu og kynferðislegu og gegn vanrækslu. Þau eiga líka rétt á umhyggju, leiðsögn og stuðningi. Þó foreldrar beri höfuðábyrgð á uppeldi og vernd barna sinna, verðum við öll sem samfélag að leggja hönd á plóg.

Á netinu hefur aukist mjög efni þar sem börn eru sýnd á kynferðislegan hátt eða beitt kynferðisofbeldi. Framleiðsla, varsla, dreifing og skoðun á slíku efni er ólögleg. Kynferðislegt tal við börn, myndataka og myndbirting sem sýnir barn á kynferðislegan hátt er ofbeldi gegn barninu. Það er afar mikilvægt að allir séu meðvitaðir um rétt barna á vernd gegn slíku.

Barnaheill- Save the Children á Íslandi hafa frá árinu 2001 tekið þátt í alþjóðlegu verkefni um vernd barna gegn ofbeldi á neti, ekki síst vernd gegn kynferðislegu ofbeldi. Verkefnið hefur verið styrkt af Safer Internet Action Plan, samstarfsáætlun Evrópusambandsins og er aðili að SAFT. Á barnaheill.is, er ábendingahnappur þar sem hægt er að tilkynna um ólöglegt og/eða óviðeigandi efni á neti. Þar er einnig hægt að tilkynna um mansal á börnum, klámefni sem er aðgengilegt börnum, um rafrænt einelti, um fullorðna sem misnota börn á ferðum erlendis og fleira.

Ábendingarnar fara til skoðunar og rannsóknar hjá lögreglu og reynt er að tryggja að síðunum sé lokað sem fyrst. Framan af var lítið um ábendingar um íslenskt efni eða vefsíður sem voru vistaðar á Íslandi, en á undanförnum árum hefur þeim fjölgað. Um er að ræða íslenskar vefsíður með kynferðislegu myndefni eða tali um íslensk börn og unglinga. Einnig hefur ábendingum um efni á samfélagsmiðlum fjölgað.

Tækninni fleygir stöðugt fram
Þrátt fyrir öfluga starfsemi til að vernda börn gegn ofbeldi á netinu og við að uppræta efni sem þangað ratar, er við ramman reip að draga. Tækninni fleygir stöðugt fram, stöðugt koma fram nýjar leiðir til samskipta og dreifingar á efni. Börn og unglingar eru gjarnan fremri f