Þakkir á Degi barnsins

Í tilefni af Degi barnsins sem haldinn er í dag, síðasta sunnudag í maímánuði, senda Barnaheill - Save the Children á Íslandi sérstakar þakkir til grunnskóla og sveitarfélaga sem ekki krefja foreldra um greiðslu fyrir hluta námsgagna:

 

Í tilefni af Degi barnsins sem haldinn er í dag, síðasta sunnudag í maímánuði, senda Barnaheill - Save the Children á Íslandi sérstakar þakkir til grunnskóla og sveitarfélaga sem ekki krefja foreldra um greiðslu fyrir hluta námsgagna:

Dagur barnsins 2017 

SÉRSTAKAR ÞAKKIR

TIL GRUNNSKÓLA OG SVEITARFÉLAGA

 

Barnaheill – Save the Children á Íslandi vilja þakka þeim sveitarfélögum og grunnskólum sem gera ekki ráð fyrir að foreldrar greiði fyrir hluta námsgagna.

 

Öll börn eiga rétt á grunnmenntun án endurgjalds samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem Ísland hefur lögfest. Þar er jafnframt kveðið á um að ekki megi mismuna börnum sökum stöðu þeirra eða foreldra þeirra, svo sem vegna efnahags.

Þeir skólar og sveitarfélög sem sjá nemendum sínum alfarið fyrir námsgögnum eru þar með að tryggja börnum þau réttindi sem þau eiga og eru góð fyrirmynd.

Barnaheill vilja hvetja önnur sveitarfélög og skóla að fara að þessu fordæmi.

 

BARNAHEILL AFHENTU MENNTAMÁLARÁÐHERRA Á SJÖTTA ÞÚSUND UNDIRSKRIFTIR OG ÍTREKA ÁSKORUN Á STJÓRNVÖLD AÐ TRYGGJA BÖRNUM MENNTUN ÁN ENDURGJALDS

 

Samtökin hvetja þingheim til að gera breytingar á 31. gr. grunnskólalaga þannig að tekið verði fyrir alla gjaldtöku á námsgögnum nemenda.

Barnaheill hvetja stjórnvöld, bæði ríki og sveitarfélög, að setja skýrar reglur um að óheimilt sé að krefja foreldra um innkaup á gögnum, greiðslu fyrir gögn sem nota á vegna skólagöngu barnanna eða fyrir aðra starfsemi á vegum skóla.

Barnaheill hvetja alla grunnskóla til að finna leiðir til að uppfylla markmið aðalnámskrár um menntun barnanna, án þess að krefja foreldra um greiðslu á hluta námsgagna eða starfsemi á vegum skóla.

 

Skólinn er hornsteinn jafnræðis í samfélaginu.

Gerum hann gjaldfrjálsan í raun og virðum þau réttindi sem öll börn eiga samkvæmt Barnasáttmálanum.

Tryggjum þannig að börnum sé ekki mismunað vegna stöðu þeirra eða foreldra þeirra.

 

GJALDTAKA FELUR Í SÉR MISMUNUN FYRIR BÖRN OG FJÖLSKYLDUR ÞEIRRA<