Fræðsluefni

Vinátta - Fri for mobberi

Blær og taskaVináttu – verkefni Barnaheilla er forvarnarverkefni gegn einelti fyrir leikskóla. Efnið heitir á frummálinu Fri for mobberi og er þýtt, staðfært, framleitt og gefið út í samstarfi við Red barnet – Save the Children og Mary Fonden í Danmörku. 

Vinátta byggir á nýjustu rannsóknum á einelti og á ákveðinni hugmyndafræði og gildum sem skulu samofin öllu skólastarfinu auk raunhæfra verkefna fyrir nemendur, starfsfólk og foreldra. 

Vinna með Vináttu á íslenskum leikskólum hófst haustið 2014 og stefnt er að því að geta boðið öllum leikskólum landsins efnið til notkunar. Leikskólar sem vilja nota efnið þurfa að fara á námskeið til að fá leyfi til að nota það.

Nánari upplýsingar um Vináttu er að finna hér.

 

Slysavarnaplakat

Barnaheill - Plakat_lok_250Um árabil hafa Barnaheill - Save the Children á Íslandi boðið heilsugæslustöðvum veggspjald um slysavarnir barna til að afhenda foreldrum í ung- og smábarnavernd. Veggspjaldið var endurgert árið 2016 í samstarfi við forvarnardeild VÍS. Það nefnist Örugg börn og er tilvalið að hengja upp á áberandi stað á heimilinu. Það sýnir hvernig hægt er að búa heimili og umhverfi barna á sem öruggastan hátt og reyna þannig að koma í veg fyrir að börn slasist, því slys eru yfirleitt engin tilviljun. Mælt er með því að veggspjaldið sé afhent foreldrum í 5 mánaða skoðun. Hægt er að senda pantanir á netfangið barnaheill@barnaheill.is eða hringja í síma 553 5900.

Karl Jóhann Jónsson listmálari gerði myndirnar á veggspjaldinu sem sjá má hér til hliðar. Á bakhlið þess er texti sem minnir foreldra á að hverju þarf að huga til að gera umhverfi barna eins öruggt og mögulegt er.

 

Kæra fjölskylda

Fátt skiptir meira máli en velferð barna okkar. Slysavarnir eru þar mikilvægar, enda slys yfirleitt ekki tilviljun. Samkvæmt skráningu hjá Slysaskrá Íslands slasast árlega um 6000 börn undir 10 ára aldri og eru fallslys algengust.

Á veggspjaldi þessu eru tiltekin nokkur atriði sem vert er að hafa í huga varðandi öryggi barna í sínu nánasta umhverfi. Tilvalið er að hengja veggspjaldið upp á vegg, 50 cm frá gólfi, og nýta mælistikuna til að fylgjast með vexti barnsins.

Ekki er hægt að sýna öll öryggisatriði í umhverfi barna á veggspjaldi sem þessu, en örvarnar benda á það helsta á hver