Þjóðarleiðtogar verða að hlaupa, ekki ganga

IW_Pakistan_22AUG10.007_minniHægt er að bjarga lífi 15 milljóna barna ef þjóðarleiðtogar heims standa við ákvæði samkomulags sem undirritað verður í New York í dag. Þetta er mat Barnaheilla – Save the Children.

IW_Pakistan_22AUG10.007_minniHægt er að bjarga lífi 15 milljóna barna ef þjóðarleiðtogar heims standa við ákvæði samkomulags sem undirritað verður í New York í dag. Þetta er mat Barnaheilla – Save the Children.

Barnaheill – Save the Children telja að ef ekki verða straumhvörf í áherslum, munu Þúsaldarmarkmiðin missa algjörlega marks. Í dag er lokadagur leiðtogafundar Sameinuðu þjóðanna í New York þar sem verið er að fara yfir framvindu markmiðanna.

„Með nýrri alhliða stefnu Ban Ki-Moons um heilsu barna og kvenna, erum við enn þátttakendur í hlaupinu en líf 15 milljóna barna veltur á kröftugum lokaspretti,“ segir Petrína Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla – Save the Children á Íslandi. „Við verðum að draga fjórum sinnum hraðar úr barnadauða en við erum að gera núna ef við ætlum að ná lokatakmarkinu fyrir árið 2015. Við vitum hvað verður að gera en skilaboð okkar til þjóðarleiðtoga eru skýr: Þið verðið að hlaupa, ekki ganga.“

Barnaheill – Save the Children hafa tekið út nokkur lönd þar sem tekist hefur að bjarga lífum barna þvert á allar líkur, s.s. Malaví, Bangladesh, Nepal og Ghana. Samtökin segja það goðsögn að ríkidæmi landa sé í beinu samhengi við þann fjölda barna sem hægt er að bjarga. Þvert á móti er það pólítískur vilji sem er lang mikilvægastur þegar kemur að því að bjarga börnum. Svo dæmi sé tekið, eru tekjur á mann í Malaví undir einum Bandaríkjadal á dag. Engu að síður hefur tekist að minnka barnadauða um helming, frá 22% árið 1990 í 10% á árinu 2008.

„Þjóðarleiðtogarnir hafa nú þegar skrifað upp á nokkrar skynsamlegar megin reglur í New York. Þeir hafa sagst vilja leggja áherslu á varanlegan árangur og vera ábyrgir gjörða sinna. Þessum megin reglum verður nú að hrinda í framkvæmd,“ segir Petrína. „Þjóðarleiðtogar geta ekki farið frá New York eins og ekkert hafi í skorist. Þeir verða að sjá til þess að fjármagn og stefnubreyting fylgi eftir og styðji hina nýju alhliða stefnu Ban Ki-moons. Líf milljóna barna veltur á því.“