Þörf fyrir neyðaraðstoð aldrei meiri

DSCF5445_minniSpár um að þörf fyrir neyðaraðstoð muni slá öll met árið 2010 virðast vera að rætast. Flóðin í Tælandi, hörmulegar afleiðingar fellibylja á Filippseyjum og í Myanmar og kólerufaraldur á Haítí hafa nú bæst á lista yfir þær hamfarir sem orðið hafa á þessu ári.

Spár um að þörf fyrir neyðaraðstoð muni slá öll met árið 2010 virðast vera að rætast. Flóðin í Tælandi, hörmulegar afleiðingar fellibylja á Filippseyjum og í Myanmar og kólerufaraldur á Haítí hafa nú bæst á lista yfir þær hamfarir sem orðið hafa á þessu ári.

Samkvæmt nýrri skýrslu Barnaheilla – Save the Children, At a Crossroads: Humanitarianism for the Next Decade, sem fjallar um mannúðarstarf á næsta áratug, mun tíðni náttúruhamfara  aukast sem og þörfin fyrir aðstoð í flóknum pólítískum aðstæðum.Sameinuðu þjóðirnar og hjálparstofnanir hafa nú þegar lagt 12,8 milljarða Bandaríkjadala í neyðaraðstoð vegna átaka og náttúruhamfara á árinu 2010. Enn eru tveir mánuðir eftir af árinu og er gert ráð fyrir að þessi upphæð muni fara fram úr þeim 13,1 milljarði Bandaríkjadala sem varið var í neyðaraðstoð á árinu 2005, árið sem tsunami flóðbylgjan gekk yfir suðaustur Asíu.

Á Haíti ógnar kólera tugum þúsundum mæðra og nýbura þeirra sem búa við sóðalegar aðstæður í flóttamannabúðum. Faraldurinn er nú sagður í aðeins tæplega 50 kílómetra fjarlægð frá höfuðborginni, Port-au-Prince. Talið er að ríflega 25 þúsund mæður sem eru nýstignar af sæng eigi nú fullt í fangi með að hugsa um og vernda ungbörn sín í hundruðum bráðabirgðaskýla um alla höfuðborgina. Börnin eru sérlega viðkvæm þar sem ónæmiskerfi þeirra þolir illa sjúkdóma eins og niðurgang og kóleru, sem geta dregið þau til dauða á nokkrum klukkutímum þar sem líkamar þeirra þorna upp.

Á Tælandi takast 2,7 milljónir manna á við eyðileggingu af völdum flóða í landinu. 47 manns hafa látið lífið. Barnaheill – Save the Children vinna í náinni samvinnu við Rauða krossinn í Tælandi og yfirvöld í landinu til að tryggja að þörfum barna á svæðinu sé sinnt. Á Filippseyjum þjást ríflega 2 milljónir manna vegna fellibylsins Megi sem þar reið yfir á dögunum. 2775 fjölskyldur hafast enn að í 80 neyðarstöðvum í Isabela-héraðinu.

Barnaheill – Save the Children hafa óskað eftir einni milljón punda til að mæta afleiðingum fellibyljarins Giri í afskekktu héraði í Myanamar (Búrma). Ríflega hundrað þúsund börn eru heimilislaus, svöng og mjög viðkvæm eftir að fellibylurinn gekk yfir. Starfsmenn samtakanna ferðuðust í 36 tíma til að ná til þessa afskekkta strandsvæ