Þrjár milljónir manna senda skýr skilaboð til leiðtoga heimsins um að bjarga lífum barna

5011372146_ab7a45a29fÞrjár milljónir manna frá 40 löndum skrifuðu undir einstaka og óvenjulega undirskriftasöfnun Barnaheilla – Save the Children með því að þrýsta þumalfingri á blað. Söfnunin var m.a. afhjúpuð á Grand Central lestarstöðinni í New York í dag og er liður í Every One  alþjóðaverkefni samtakanna. Leikkonan Claire Danes er verndari herferðarinnar.

5011372146_ab7a45a29fÞrjár milljónir manna frá 40 löndum skrifuðu undir einstaka og óvenjulega undirskriftasöfnun Barnaheilla – Save the Children með því að þrýsta þumalfingri á blað. Söfnunin var m.a. afhjúpuð á Grand Central lestarstöðinni í New York í dag og er liður í Every One  alþjóðaverkefni samtakanna. Leikkonan Claire Danes er verndari herferðarinnar.

Mósaíkverkið á Grand Central Station er hugmynd listamannsins Ian Wright. Það sýnir stuðning þeirra þriggja milljóna manna í 40 löndum sem lagt hafa Every One alþjóðaverkefninu lið en með því er barist fyrir rétti hvers barns til lífs.  Á morgun hefst  í New York leiðtogafundur Sameinuðu þjóðanna um þúsaldarmarkmiðin og stöðu þeirra. Þúsaldarmarkmiðin eru markmið sem alþjóðsamfélagið sameinaðist um árið 2000 og hafa það að augnamiði að sigrast á fátækt í heiminum fyrir árið 2015. Samkvæmt þúsaldarmarkmiði fjögur á að minnka barnadauða um tvo þriðju um allan heim. Þetta er það markmið sem á lengst í land en dregið hefur úr barnadauða um 28% síðan 1990, sem er fjarri 67% takmarkinu. Með verkinu á Grand Central Station vilja þrjár milljónir manna um allan heim þrýsta á þjóðarleiðtoga að leggja meira af mörkum svo hindra megi að börn deyji  úr sjúkdómum sem auðveldlega má koma í veg fyrir eða lækna.

„Á þriggja sekúndna fresti deyr barn í þróunarlöndunum þar sem ekki er boðið upp á grunn heilbrigðisþjónustu eða annað það sem við lítum á sem sjálfsagðan hlut,“ sagði Claire Danes. „Ég set minn þumalfingur hér á blað til að styðja baráttu Barnaheilla – Save the Children og Every One alþjóðaverkefnið.“  Fleiri heimsþekktir einstaklingar hafa lagt Every One lið og má þar nefna Hugh Laurie, Kevin McKidd, Sally Field, Mark Ruffalo, Dame Judi Dench, Annie Lennox og stjörnur frá Bollywood á borð við Kunal Kapoor og Amrita Raichand. Hægt er að sjá myndir frá New York á flickr-síðu samtakanna.

Þumalförin verða afhent Sameinuðu þjóðunum með formlegum hætti . Barnaheill – Save the Children fara fram á að leiðtogar heims sameinist á fundi sínum í New York um áætlun sem tryggir að það náist að draga úr barnadauða um tvo þriðju fyrir árið 2015. Slík áætlun felur í sér bætt aðgengi barna að grunnheilbrigðisþjónustu, næringu, vatni, hreinlætisaðstöðu og menntun. „Nú er mikilvægt að bregðast við,“ segir Petrína Ásgeirsdóttir, framkvæm