Þrjú ráðuneyti styðja SAFT

Barnaheill – Save the Children á Íslandi, Heimili og skóli – landssamtök foreldra, Rauði kross Íslands og Ríkislögreglustjóri hafa undirritað samning við þrjú ráðuneyti mennta- og menningarmála-, innanríkis- og velferðarmála um stuðning við starfsemi SAFT verkefnisins til ársloka 2016.

Hópurinn við undirritunBarnaheill – Save the Children á Íslandi, Heimili og skóli – landssamtök foreldra, Rauði kross Íslands og Ríkislögreglustjóri hafa undirritað samning við þrjú ráðuneyti mennta- og menningarmála-, innanríkis- og velferðarmála um stuðning við starfsemi SAFT verkefnisins til ársloka 2016.

Samningurinn var undirritaður í Sjálandsskóla í Garðabæ, miðvikudaginn 3. júní 2015. Heimili og skóli munu stýra samstarfinu en samtökin hafa leitt verkefnið frá árinu 2004.

Samningurinn snýr að rekstri SAFT verkefnisins á Íslandi en markmið og viðfangsefni SAFT er að reka vakningarátak og fræðslu um örugga og jákvæða notkun netsins meðal barna og ungmenna, foreldra, kennara, fjölmiðla og þeirra sem starfa við upplýsingatækni. Jafnframt að berjast gegn ólöglegu efni á netinu og að veita börnum og ungmennum aðstoð í gegnum hjálparlínu. Verkefnið er unnið í miklu samstarfi við Norðurlöndin og er einnig starfrækt sem hluti af netöryggisþætti samgönguáætlunar Evrópusambandsins sem nær til allra landa á evrópska efnahagssvæðinu. Þrjú verkefni sameinast í SAFT: hjálparlína, ábendingalína og vakningarátak.

Öflugt starf er unnið á vegum SAFT á sviði forvarna og fræðslu og kannanir sýna fram á góðan árangur verkefnisins á Íslandi og aukna vitundarvakningu um öryggi í netnotkun. Ungmennaráð SAFT hefur einnig vakið athygli fyrir vasklega framgöngu, meðal annars í jafningjafræðslu um land allt. Á þennan hátt hefur SAFT-verkefnið haft frumkvæði að því að mynda samráðsvettvang um netið á Íslandi.

Meðal helstu verkefna SAFT sem unnin verða á næsta verktímabili eru:
• Ný SAFT könnun þar sem lögð er áhersla á að kortleggja netnotkun barna og unglinga, þ.m.t. notkun spjaldtölva og farsíma. Slík könnun var fyrst framkvæmd árið 2003, svo aftur 2007, 2009 og 2013.
Orð eiga að byggja upp• Vinna og kynna kennsluefni þar sem fjallað er um rafrænt einelti og ábyrga og jákvæða notkun netsins.
• Vinna kennsluefni og heilræði til uppalenda tengd hatursorðræðu á netinu í samstarfi við önnur Norðurlönd. Einnig mun SAFT útbúa kennsluefni og heilræði til uppalenda er varða miðlalæsi í norrænu samstarfi.
• Ungmennaráð mun áfram sinna jafningjafræðslu um land allt og öflugt fyrirlestrarteymi SAFT tekur að sér að halda fræðsluerindi fyrir foreldra, kennara skólastjórnendur og aðra.
• Áfram verður markvisst unnið að því að kynna ábendingahnapp/