Þróunarsamvinna ber ávöxt

throunnarDagana 5. – 9. september standa frjáls félagasamtök ásamt Þróunarsamvinnustofnun Íslands (ÞSSÍ) fyrir kynningarátaki á markmiðum þróunarsamvinnu. Miðvikudaginn 7. september verður gjörningur undir yfirskriftinni „Þróunarsamvinna ber ávöxt“ á fjölförnum stöðum á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri auk þess sem málþing um þróunarsamvinnu verður í sal 102 á Háskólatorgi í Háskóla Íslands fimmtudaginn 8. september.

throunnarDagana 5. – 9. september standa frjáls félagasamtök ásamt Þróunarsamvinnustofnun Íslands (ÞSSÍ) fyrir kynningarátaki á markmiðum þróunarsamvinnu. Miðvikudaginn 7. september verður gjörningur undir yfirskriftinni „Þróunarsamvinna ber ávöxt“ á fjölförnum stöðum á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri auk þess sem málþing um þróunarsamvinnu verður í sal 102 á Háskólatorgi í Háskóla Íslands fimmtudaginn 8. september.

Megin tilgangur átaksins er að kynna árangur af þróunarsamvinnu í fátækustu ríkjum heims en miklar framfarir hafi orðið í þróunarríkjunum fyrir tilstuðlan alþjóðlegrar þróunarsamvinnu. Þá er markmiðið  að auka skilning og þekkingu almennings á málefnum þróunarlanda. Fyrir fjármagn frá Íslendingum eru frjáls félagasamtök og opinberir aðilar að bjarga mannslífum og bæta lífsgæði tuga þúsunda manna og er þeim fjármunum vel varið. 

Miðvikudaginn 7. september nk. á milli kl. 16.00-18.00 verður gjörningur á átta fjölfjörnum stöðum á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri undir yfirskriftinni „Þróunarsamvinna ber ávöxt“. Þá munu starfsmenn og sjálfboðaliðar þeirra samtaka er að átakinu standa, ásamt nokkrum þjóðþekktum Íslendingum, dreifa 5000 eplum í sérsaumuðum pokum, saumuðum af handverkskonum í Úganda. Pokarnir utan um eplin eru falleg áminning um gildi þess að Íslendingar ræki skyldur sínar í baráttunni við fátækt í heiminum.

Fimmtudaginn 8. september verður svo málþing um þróunarsamvinnu í sal 102 á Háskólatorgi í Háskóla Íslands kl. 12:00-13:00. Til máls taka Jón Kalman Stefánsson rithöfundur, Helga Þórólfsdóttir friðarfræðingur og Engilbert Guðmundsson, framkvæmdastjóri ÞSSÍ. Fundarstjóri er Regína Bjarnadóttir, formaður stjórnar UN Women á Íslandi. Málþingið er haldið í samvinnu við Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands.

Þessu til viðbótar má nefna að daglega þessa viku birtast greinar um þróunarsamvinnu í Fréttablaðinu. Frjálsu félagsamtökin sem taka þátt í verkefninu með ÞSSÍ eru Rauði kross Íslands, Hjálparstarf kirkjunnar, Barnaheill – Save the Children á Íslandi, UNICEF, UN Women á Íslandi, Samband íslenskra kristniboðsfélaga, SOS barnaþorp og ABC barnahjálp. Fyrsta greinin birtist í dag og er eftir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra.