Þúsundir barna verða af menntun

onigawa_004_japanBarnaheill – Save the Children vara við því að þúsundir barna verði af menntun í upphafi nýs skólaárs í Japan þar sem skólar og aðrar opinberar byggingar eru notaðir til að hýsa 160 þúsund manns sem eiga hvergi höfði sínu að halla.

onigawa_004_japanBarnaheill – Save the Children vara við því að þúsundir barna verði af menntun í upphafi nýs skólaárs í Japan þar sem skólar og aðrar opinberar byggingar eru notaðir til að hýsa 160 þúsund manns sem eiga hvergi höfði sínu að halla.

Menntun er forgangsmál fyrir börn, fjölskyldur þeirra og samfélög í Japan og Barnaheill – Save the Children vinna að því að hjálpa börnum að snúa aftur til skóla. Því fyrr sem líf barna getur hafið sinn vanagang eftir hamfarirnar, því betur munu þau ná sér. Vera barna í skólum er líka mikilvæg að því leyti að það gefur foreldrum tækifæri til að byggja upp, vitandi að börn þeirra eru í vernduðu skólaumhverfi.
 
„Börnin hafa upplifað nóg á síðustu tveimur vikum og venjulega ætti byrjun aprílmánaðar að vera spennandi tími fyrir þau þar sem nýtt skólaár er að hefjast. En nær 7000 skólar eyðilögðust í flóðbylgjunni og um 286 skólar eru nýttir sem fjöldahjálpastöðvar í stað þess að vera menntastofnanir,“ segir Stephen McDonald, sem leiðir neyðarhjálp Barnaheilla - Save the Children í Japan. „Það að koma börnum aftur í skóla er jákvætt skref í átt að bata. Börnin, sem ég hef hitt, geta ekki beðið eftir því að komast aftur í skóla og halda lífi sínu áfram.“
 
Ríkisstjórn Japan vinnur nú hörðum höndum að því að gera skólana örugga sem og að koma fjölskyldum fyrir. En sum barnanna, sem þurft hafa að flýja vegna jarðskjálfta, flóðbylgju og bilunar í kjarnorkuveri, gætu þurft að bíða lengi áður en þau geta snúið aftur í skóla. Starfsfólk Barnaheilla – Save the Children hitti kennara á hamfarasvæðunum í norðaustur Japan sem greindu frá því að eyðileggingin af völdum flóðbylgjunnar væri slík, að það gæti tekið mánuði að opna skóla á svæðinu að nýju.

„Ég vil opna skólann sem fyrst, svo börnin geti fengið einhvers konar festu á ný í líf sitt,“ segir Yukio Goto, skólastjóri Shizugawa-barnaskólans í Minimisanriku. „Við vorum með 450 nemendur fyrir flóðbylgjuna, en nú gerum við ráð fyrir að taka á móti 1500-2000 börnum þar sem skólar þeirra hafa verið eyðilagðir. Við þurfum aðstoð við að takast á við slíka fjölgun.“

Þar sem ný önn á að hefjast í skólum í apríl, hyggja Barnaheill – Save the Children á dreifingu námsgagna á svæðunum sem verst urðu úti til að tryggja að réttur barna til menntunar sé