Til hamingju með Bætum framtíð barna!

Barnaheill (Save the Children), á Íslandi óska öllum til hamingju með árangurinn sem hefur náðst í að Bæta framtíð barna í stríðshrjáðum löndum. Fyrir þremur árum síðan fóru Alþjóðasamtök Barnaheilla (Save the Children) af stað með alþjóðaverkefni um að bæta framtíð barna í stríðshrjáðum löndum.

Barnaheill (Save the Children), á Íslandi óska öllum til hamingju með árangurinn sem hefur náðst í að Bæta framtíð barna í stríðshrjáðum löndum. Fyrir þremur árum síðan fóru Alþjóðasamtök Barnaheilla (Save the Children) af stað með alþjóðaverkefni um að bæta framtíð barna í stríðshrjáðum löndum.

Markmiðið var að gefa börnum tækifæri á að ganga í skóla þar sem stríðsátök eiga sér stað og bæta menntun barna á stríðshrjáðum svæðum. Á aðeins þremur árum hafa alþjóðasamtök Barnheilla (Save the Children) gert einni milljón barna kleift að ganga í skóla sem voru án skólagöngu og bætt menntun 10 milljón barna í stríðshrjáðum löndum.

Það er enn mikið eftir að gera – Alþjóðasamtök Barnaheilla (Save the Children) berjast fyrir því að börn eiga ekki að þurfa að fara á mis við menntun aðeins vegna þess að þau fæðast inn í erfiðar aðstæður í löndum þar sem stríðsátök eiga sér stað. Samtökin leggja áherslu á að réttur barna til menntunar verði hluti af friðarviðræðum og friðarsamningum og að skólar verði friðarsvæði í átökum. Á sama tíma leggja Barnaheill áherslu á mikilvægi þess að veita gæðamenntun til að fyrirbyggja stríð eða endurtekinn stríðsátök – og sannfæra þannig stjórnvöld og ráðandi aðila um þátt menntunar í friði. Þú getur hjálpað okkur að bæta framtíð barna með því að gerast Heillavinur.