Tilmæli til yfirvalda um úrbætur í tannvernd barna

Stjórn Barnaheilla - Save the Children á Íslandi hefur sent frá sér tilmæli til yfirvalda, og annarra sem hlut eiga að máli, um að snúa við þeirri óheillaþróun sem átt hefur sér stað í tannheilsu íslenskra barna síðustu ár.

Undirskriftir sem safnast munu í undirskriftasöfnun verða afhentar velferðarráðherra á alþjóðlega tannverndardeginum 12. september næstkomandi. Það er von Barnaheilla að þá geti ráðherra tilkynnt um þær ráðstafanir sem grípa á til svo óheillaþróuninni verði við snúið.

Stjórn Barnaheilla - Save the Children á Íslandi hefur sent frá sér tilmæli til yfirvalda, og annarra sem hlut eiga að máli, um að snúa við þeirri óheillaþróun sem átt hefur sér stað í tannheilsu íslenskra barna síðustu ár.

Undirskriftir sem safnast munu í undirskriftasöfnun verða afhentar velferðarráðherra á alþjóðlega tannverndardeginum 12. september næstkomandi. Það er von Barnaheilla að þá geti ráðherra tilkynnt um þær ráðstafanir sem grípa á til svo óheillaþróuninni verði við snúið.

Barnaheill – Save the Children á Íslandi vilja beina þeim tilmælum til yfirvalda, tannlækna og samfélagsins alls að sameinast um að finna leið út úr því öngstræti sem tannheilsa íslenskra barna er komin í. Brýnt er að stöðva þá óheillaþróun sem orðið hefur í þessum málum hér á landi á mjög skömmum tíma. Allir hlutaðeigandi verða að sýna ábyrgð, samningsvilja og dirfsku eigi það að takast.

Á málþingi samtakanna, sem haldið var 28. mars sl., þar sem fjallað var um tannheilsu íslenskra barna, kom skýrt fram hversu slæm þróunin hefur verið á liðnum árum. Á aðeins 16 ára tímabili hefur Ísland farið úr því að vera í hópi tíu efstu þjóða meðal OECD-landa hvað tannheilsu 12 ára barna varðar, í það að vera í sjötta neðsta sæti. Við teljum að ef ekki verði gripið til aðgerða strax, þurfi ekki að spyrja að leikslokum.

Þegar kemur að tannheilsu barna virðist sá hlekkur heilbrigðiskerfisins vera nánast brostinn, eins og staðan er í dag. Þetta ástand má rekja til nokkurra samverkandi þátta á borð við breytt skipulag tannlækninga og endurgreiðslna ásamt sífellt meiri neyslu sykraðra matvæla s.s. gosdrykkja- og sælgætis.

Barnaheill – Save the Children á Íslandi leggja áherslu á að samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem Ísland hefur staðfest, eiga börn rétt á að njóta besta mögulegs heilsufars sem hægt er að tryggja þeim með læknisaðstoð og heilbrigðissþjónustu. Í 2. gr. sáttmálans er kveðið á um jafnræði barna og banni við mismunun, meðal annars á grundvelli félagslegrar stöðu. Aðildarríkjum ber að tryggja börnum réttindi sáttmálans, eftir því sem þau frekast geta. Þá er ábyrgð foreldra mikil og skýr. Það leikur enginn vafi á því, að það er siðferðisleg og þjóðréttarleg skylda íslensks samfélags að tryggja öllum íslenskum börnum aðgang að tannvernd. Ekki er úr vegi að minna á að nýverið samþykkti allsherjarþing SÞ valfrjáls