Tíu milljónir evra söfnuðust í Mjúkdýraleiðangri IKEA

Tæpar 10 milljónir evra söfnuðust í Mjúkdýraleiðangri IKEA á heimsvísu fyrir Barnaheill – Save the Children og UNICEF. Þar af söfnuðust 13.322 evrur, eða um 2.105.000 krónur, á Íslandi. Viðskiptavinir IKEA á Íslandi gáfu þar að auki 400 mjúkdýr í söfnun fyrir börn á Barnaspítala Hringsins

Tæpar 10 milljónir evra söfnuðust í Mjúkdýraleiðangri IKEA á heimsvísu fyrir UNICEF og Barnaheill – Save the Children. Þar af söfnuðust 13.322 evrur, eða um 2.105.000 krónur, á Íslandi. Viðskiptavinir IKEA á Íslandi gáfu þar að auki 400 mjúkdýr í söfnun fyrir börn á Barnaspítala Hringsins

Afrakstur Mjúkdýraleiðangursins í ár, sem stóð frá 10. nóvember til 4. janúar, rennur sem fyrr til menntunar barna sem búa við neyð víða í heiminum. IKEA Foundation gefur eina evru fyrir hvert mjúkdýr sem selst í yfir 330 verslunum IKEA í heiminum á þessu tímabili. Frá árinu 2003 hefur Mjúkdýraleiðangurinn, í gegnum samstarf við UNICEF og Barnaheill – Save the Children, hjálpað meira en 10 milljón börnum í 90 verkefnum í 46 löndum.

 

Viðskiptavinir gefa tvisvar

Undanfarin þrjú ár hefur viðskiptavinum IKEA á Íslandi boðist að gefa tvisvar á söfnunartímabilinu. Í því felst að gefa mjúkdýr sem keypt var, í söfnun fyrir Barnaspítala Hringsins. Nú söfnuðust 400 mjúkdýr sem voru afhent spítalanum, þar sem þau fá að gleðja börnin sem þar þurfa að dvelja. Það er starfsfólki IKEA á Íslandi mikil ánægja að fá að afhenda Barnaspítalanum þessi mjúkdýr fyrir hönd viðskiptavina.

 

Máttur menntunar

Hjá IKEA eru börn mikilvægasta fólkið. Við viljum stuðla að velferð þeirra og okkur finnst að öll börn eigi rétt á góðri menntun, hvar í heiminum sem þau búa.  Menntun er áhrifaríkasta og skilvirkasta leiðin til að hjálpa börnum að brjótast úr viðjum fátæktar. Áhrifin sem hún getur haft á ungt líf eru gríðarleg. Menntun hefur bein áhrif á velferð, allt frá betri heilsu að auknum tækifærum. Hún færir börnum líka þekkinguna, hæfnina og sjálfstraustið sem þau þurfa til að skapa sér betri framtíð. Þegar barn sækir skóla breytir það ekki aðeins stefnunni í lífi sínu, heldur lífi komandi kynslóða líka.

 

Barnaheill – Save the Children og UNICEF nota söfnunarféð til að gera skóla í Asíu, Afríku og Mið- og Austur-Evrópu barnvænni, með vel þjálfuðum kennurum fyrir öll börn, stúlkur og drengi, þar með talin börn úr minnihlutahópum og börn með sérþarfir. Í þessu felst einnig bætt hreinlætisaðstaða og rennandi vatn, en þessir þættir hjálpa börnum að halda heilsu, sækja s