Tivoli Dreams - Ævintýraleg Barnæska

Ný samstarfslína H&M home og Barnaheilla – Save the Children

Barnaheill – Save the Children á Íslandi og H&M home kynna samstarf sem stuðlar að bjartari framtíð fyrir börn. Samstarfslínan er skemmtileg og ævintýraleg og ber heitið Tivoli Dreams, en 10% af ágóða sölunnar rennur til verkefna Barnaheilla sem snúa að vernd gegn ofbeldi á börnum. Börn eru sérstaklega berskjölduð fyrir hættum heimsins og sem stærstu alþjóðlegu frjálsu félagasamtök sem starfa í þágu barna í heiminum, hafa Barnaheill tök á að ná til barna sem þurfa mest á aðstoð að halda. Á hverjum degi gerum við heiminn að betri stað fyrir börn. Börn ættu aldrei að verða fyrir ofbeldi, misnotkun eða vera neydd í barnaþrælkun. Samtökin vinna að því að stöðva barnaþrælkun, vernda börn á stríðshrjáðum svæðum, vernda þau börn sem hafa gengið í gegnum áföll og margt fleira.

Sala á samstarfslínunni mun hefjast í verslunum H&M home í dag, 18. nóvember 2021. Línan var hönnuð af H&M og alþjóðasamtökum Barnaheilla og samanstendur af 21 vöru, bæði heimilisvörum fyrir börn, sem og barnafatnaði.