Tökum vel á móti fulltrúum Barnaheilla

Í nóvembermánuði stendur yfir átak vegna Heillavina Barnaheilla. Heillavinir eru mánaðarlegir styrktaraðilar en framlög einstaklinga skipta sköpun fyrir starf Barnaheilla og gerir samtökunum kleift að standa vaktina í þágu barna og gæta réttinda þeirra. Fulltrúar samtakanna á vegum Miðlunar kynna Heillavini fyrir almenningi og ganga bæði í hús og eru við helstu verslanir á höfuðborgarsvæðinu. Fulltrúarnir eru merktir Barnaheillum.

Barnaheill – Save the Children á Íslandi eru frjáls félagasamtök sem vinna að mannréttindum barna, hér á landi og erlendis. Samtökin eru leiðandi afl í að breyta viðhorfum og verklagi varðandi málefni barna og réttindi þeirra. Framtíðarsýn Barnaheilla er heimur þar sem sérhvert barn hefur tækifæri til að lifa og þroskast, fær gæðamenntun, lifir öruggu lífi og hefur tækifæri til að hafa áhrif. Við stöndum vaktina í þágu barna og gætum réttinda þeirra.

Einnig er hægt að gerast Heillavinur hér