Tökum höndum saman um heillakeðju barnanna við Reykjavíkurtjörn á morgun

Barnaheill – Save the Children á Íslandi, í samstarfi við tólf íslensk fyrirtæki, ýta Heillakeðju barnanna árið 2012 úr vör laugardaginn 7. janúar 2012 kl 16:00. Þá er ætlunin að mynda keðju í kringum Reykjavíkurtjörn með aðstoð 1000 barna.

Barnaheill – Save the Children á Íslandi, í samstarfi við tólf íslensk fyrirtæki, ýta Heillakeðju barnanna árið 2012 úr vör laugardaginn 7. janúar 2012 kl 16:00. Þá er ætlunin að mynda keðju í kringum Reykjavíkurtjörn með aðstoð 1000 barna.

Börnin fá öll afhent neonljós og munu gera bylgju þegar hringnum um Reykjavíkurtjörn hefur verið lokað. Börn og foreldrar eru hvött til að mæta og leggja þessu verðuga málefni lið. Mæting er kl. 15.45 við við Iðnó þar sem neonljósin verða afhent. Foreldrum er bent á að hægt er að leggja í bílastæðahús í ráðhúsi Reykjavíkur og við Vesturgötu sem og í bílastæði Háskóla Íslands fyrir neðan Sæmundargötu. Að bylgjunni lokinni, býður Margrét Rósa Einarsdóttir, staðarhaldari í Iðnó, í samstarfi við Mjólkursamsöluna, upp á heitt kakó. Við vonumst til að sjá sem flest börn á morgun. 

Samtökin leituðu til tólf íslenskra fyrirtækja og óskuðu eftir því að þau tækju að sér einn mánuð á árinu með aðstoð viðskiptavina sinna. Þann mánuð leggja þau áherslu á réttindi barna og safna fé til styrktar starfsemi Barnaheilla – Save the Children á Íslandi, mannréttindasamtaka barna. Hvert þeirra mun fara ólíkar leiðir í sínum mánuði en hægt verður að fylgjast með því sem í boði verður á heimasíðu fyrirtækjanna og á facebook-síðu Heillakeðjunnar (www.facebook.com/heillakedjan).

Tíu fyrirtæki hafa nú þegar ákveðið að taka þátt í keðjunni;  Blómaval, Ölgerðin, Lýsi, N1, Háskólabíó og Smárabíó, Síminn, Aðföng, Icepharma, VÍS og Eymundsson. Með þátttöku í Heillakeðju barnanna hafa öll þessi fyrirtæki skuldbundið sig til að leggja verkefnum samtakanna lið. Blómaval ríður á vaðið í janúarmánuði. Boðið verður upp á heilmikla dagskrá undir yfirskriftinni „Fjölskyldan, börnin og heilsan“ og hefst hún strax um helgina. Þá verður börnum boðið upp á að sá fræjum sem þau  taka með sér heim og andlitsmálun auk þess sem teiknisamkeppni verður hleypt af stokkunum. Af hverri sölufærslu í janúar renna 40 krónur til Barnaheilla – Save the Children á Íslandi. Þá rennur allur ágóði af „Blómavendi Barnaheilla“ óskiptur til samtakanna. 

Viðburðurinn við Reykjavíkurtjörn er skipulagður í samvinnu við skipulagsyfirvöld Reykjavíkurborgar og lögreglu. Þá munu starfsmenn Öryggismiðstöðvarinnar tryggja að allt gangi vel fyrir sig. 

Barnaheill – Save the Children á Íslandi leggja áherslu á &tho