Þrjú ár frá flóðbylgjunni

Þrjú ár eru liðin frá flóðbylgjunni við Indlandshaf, sem kostaði tugþúsunda manna lífið á öðrum degi jóla árið 2004.  Líf milljóna barna og fjölskyldna breyttist á svipstundu og þremur árum síðar eru börn og fullorðnir enn að byggja upp líf sitt. Hjálparstarf Alþjóðasamtaka Barnaheilla, í kjölfar flóðbylgjunnar, var það umfangsmesta í sögu samtakanna, og halda samtökin áfram uppbyggingu á svæðunum og hafa gert áætlun til fimm ára um að styrkja samfélögin þar.  

Þrjú ár eru liðin frá flóðbylgjunni við Indlandshaf, sem kostaði tugþúsunda manna lífið á öðrum degi jóla árið 2004.  Líf milljóna barna og fjölskyldna breyttist á svipstundu og þremur árum síðar eru börn og fullorðnir enn að byggja upp líf sitt. Hjálparstarf Alþjóðasamtaka Barnaheilla, í kjölfar flóðbylgjunnar, var það umfangsmesta í sögu samtakanna, og halda samtökin áfram uppbyggingu á svæðunum og hafa gert áætlun til fimm ára um að styrkja samfélögin þar.  

Barnaheill á Íslandi lögðu 22 milljónir króna í hjálparstarfið á Sri Lanka og kom stærsti hluti þess frá söfnun meðal landsmanna.