Trúðurinn með gullna hjartað hlýtur Viðurkenningu Barnaheilla

Peggy Oliver Helgason, iðjuþjálfi, hlaut í dag Viðurkenningu Barnaheilla – Save the Children á Íslandi árið 2014 fyrir sérstakt framlag í þágu barna og mannréttinda þeirra. Viðurkenningin er veitt fyrir stuðning hennar við langveik börn á Íslandi. Peggy hefur í rúma tvo áratugi heimsótt börn á Barnaspítala Hringsins í trúðsgervi og glatt þau með leik og lestri. Hún gefur hverju og einu barni góðan tíma, er fyndin, kenjótt og kærleiksrík. Hún fær einnig annað starfsfólk spítalans til að taka þátt í leiknum. Þetta ómetanlega framlag hefur glatt mörg veik börn og gert þeim spítalavistina bærilegri.

IMG_3509Peggy Oliver Helgason, iðjuþjálfi, hlaut í dag Viðurkenningu Barnaheilla – Save the Children á Íslandi árið 2014 fyrir sérstakt framlag í þágu barna og mannréttinda þeirra. Viðurkenningin er veitt fyrir stuðning hennar við langveik börn á Íslandi. Peggy hefur í rúma tvo áratugi heimsótt börn á Barnaspítala Hringsins í trúðsgervi og glatt þau með leik og lestri. Hún gefur hverju og einu barni góðan tíma, er fyndin, kenjótt og kærleiksrík. Hún fær einnig annað starfsfólk spítalans til að taka þátt í leiknum. Þetta ómetanlega framlag hefur glatt mörg veik börn og gert þeim spítalavistina bærilegri.

Árið 2003 stofnuðu Peggy og maður hennar, Sigurður Helgason, ferðasjóð Vildarbarna Icelandair, en hugmyndina að sjóðnum á Peggy. Sjóðurinn hefur veitt fjölda langveikra barna og fjölskyldna þeirra ferðastyrk.

Barnaheill veita árlega viðurkenningu fyrir sérstakt framlag í þágu barna og mannréttinda þeirra. Í ár er viðurkenningin veitt á 25 ára afmæli samtakanna, 24. október, en það er einnig dagur Sameinuðu þjóðanna. Vanalega er viðurkenningin veitt 20. nóvember, á afmæli barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, til að vekja athygli á Barnasáttmálanum og mikilvægi þess að íslenskt samfélag standi vörð um mannréttindi barna. Sáttmálinn er leiðarljós í öllu starfi Barnaheilla – Save the Children á Íslandi.

Afhending viðurkenningarinnar fór fram í veislusal Nauthóls í Nauthólsvík og var hluti af  afmælisdagskrá samtakanna.  Kolbrún Baldursdóttir, formaður Barnaheilla – Save the Children á Íslandi tilkynnti viðurkenningarhafa.

Meðlimir Ungmennráðs Barnaheilla og Selma Rán tónlistarkona voru með tónlistaratriði Bjarni Snæbjörnsson, leikari og stjórnarmaður í Barnaheillum stýrði athöfninni.

Barnaheill - Save the Children á Íslandi eru hluti af alþjóðasamtökunum Save the Children International. Alþjóðasamtökin vinna að réttindum og velferð barna í yfir 120 löndum. Hér á landi leggja samtökin áherslu á að standa vörð um réttindi barna, á aukinn áhrifamátt barna og á vernd barna gegn ofbeldi. Erlendis styðja Barnaheill - Save the Children á Íslandi menntun barna og mannúðarstarf vegna hamfara.

Myndirnar hér að neðan eru af blogg-síðu Luis E Arreaga fv. sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi.

Peggy1Peggy2