Alþjóðasamfélagið verður að tryggja að íbúar Líbíu hafi aðgang að hlutlausri mannúðaraðstoð sem byggir á þörfum þeirra

LibaBarnaheill – Save the Children á Íslandi hvetja íslensk stjórnvöld og alþjóðasamfélagið til að fylkja sér að baki verkefnisstjóra Sameinuðu þjóðanna í mannúðarstarfi í Líbíu (e. UN Humanitarian Coordinator) svo tryggja megi að íbúar landsins hafi aðgang að hlutlausri mannúðaraðstoð. Þá verða réttindi barna og barnavernd að vera í forgrunni þegar tekið er á vanda barna á flótta, barna sem leita hælis og barna á faraldsfæti á þessu svæði. 

LibaBarnaheill – Save the Children á Íslandi hvetja íslensk stjórnvöld og alþjóðasamfélagið til að fylkja sér að baki verkefnisstjóra Sameinuðu þjóðanna í mannúðarstarfi í Líbíu (e. UN Humanitarian Coordinator) svo tryggja megi að íbúar landsins hafi aðgang að hlutlausri mannúðaraðstoð. Þá verða réttindi barna og barnavernd að vera í forgrunni þegar tekið er á vanda barna á flótta, barna sem leita hælis og barna á faraldsfæti á þessu svæði. 

Samtökin minna á að skv. alþjóðalögum og Kampala samþykkt Afríkusambandsins eiga íbúar Líbíu, þ.m.t. fólk á vergangi, farandverkafólk og flóttamenn, rétt á að fara frjálsir leiða sinna innan eigin lands, án þess að óttast ofbeldi. Brýnt er að Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna (e. Human Right’s Council) tryggi að réttindi barna á átakatímum, sem kveðið er á um í samþykktum Öryggisráðs S.þ. nr. 1612 og 1882, séu tekin til greina við umfjöllun rannsóknarnefndar um illa meðferð í Líbíu. Undir illa meðferð fellur notkun sprengiefna og -vopna á fjölbýlum svæðum. Þær fylkingar, sem nú takast á, ættu einnig að forðast notkun slíkra vopna á fjölbýlum svæðum, þar sem hættan á því, að þau valdi saklausum börnum Líbíu skaða, er mikil.

Barnaheill – Save the Children á Íslandi hvetja íslensk stjórnvöld til að sýna ábyrgð í verki með því að tryggja eftir diplómatískum leiðum að réttindi barna og barnavernd sé í forgrunni þegar tekið er á vanda barna á flótta, barna sem leita hælis og barna á faraldsfæti á þessu svæði. 

Nær hálf milljón manna er á flótta frá Líbíu og aðrir eru á vergangi innan Líbíu. Ríflega 700 börn, sem ekki eru í fylgd með fullorðnum, hafa komið til Lampedusa á Ítalíu á tímabilinu janúar og fram í mars. Börnin, sem eru í flóttamannabúðum á landamærum Norður-Afríku eða eru á vergangi í Líbíu, eru gríðarlega berskjölduð. Grípa verður þegar í stað til sérstakra ráðstafana til að útvega þeim þá vernd og aðstoð sem þau svo nauðsynlega þarfnast.