Þúsundir barna hafa látist. Barnaheill (Save the Children) safna fyrir neyðaraðstoð

Talið er að um þúsundir þeirra sem hafa látist eða ersaknað eftir að fellibylurinn reið yfir Búrma s.l. laugardag séu börn.Barnaheill (Save the Children) hafa hafið söfnun fyrir neyðaraðstoðvegna hamfaranna.

Talið er að um þúsundir þeirra sem hafa látist eða ersaknað eftir að fellibylurinn reið yfir Búrma s.l. laugardag séu börn.Barnaheill (Save the Children) hafa hafið söfnun fyrir neyðaraðstoðvegna hamfaranna.

Við leitum eftir stuðningi þínum. Hægt  er að hringja í styrktarsíma Barnaheilla, 907 1900 og gjaldfærast þá 1.900 krónur á símareikning þinn. Einnig er hægt að leggja inn á reikning samtakanna 1158-26-000058 kt. 521089-1059.  Barneill þakka stuðninginn

Í kapphlaupi við tímann
Andrew Kirkwood, framkvæmdastjóri samtakanna í Burma segir að sum svæði séu enn undir vatni og að fólk hafi hvorki aðgang að drykkjarvatni eða mat. Hann segir að ef neyðaraðstoð berist ekki á þessi svæði mjög fljótt að þá muni tala látinna hækka mjög. Þetta er kapphlaup við tímann og nú ætti forgangurinn að vera að ná til þeirra  sem eftir eru - því þurfa samtökin hjálp til að geta náð til barna og fjölskyldna sem hafa lifað fellibylinn af og láta þau fá það sem þau þurfa til að komast af.

Þaðer mikil þörf fyrir hjálpasamtök á svæðið og líkir Kirkwood ástandinuvið flóðbylgjuna 2004. Svæðið er mjög flatt og ljóst er að mjög margirhafa drukknað. Alþjóðaamtök Barnaheilla (Save the Children) hafa núþegar hafið hjálparstarf, en samtökin hafa starfað í landinu frá árinu1995 og eru ein af fáu hjálparsamtökum sem hafa fengið að starfa íBúrma. Nú þegar hafa Barnaheill aðstoðað yfir 30 þúsund manns meðvatni, mat, teppum, eldhúsáhöldum svo eitthvað sé nefnt.

Það er reynsla Barnaheilla - Save the Children eftir margra áratugastarf víða um heim að börn þurfa sérstaka vernd á tímum hamfara. Það erhlutverk samtakanna að gæta sérstaklega að hagsmunum og réttindumbarna. Til að koma til móts við þá miklu þörf sem nú ríkir í Búrma óskaBarnaheill - Save the Children á Íslandi eftir fjárstuðningi að upphæðfimm milljónir króna frá Utanríkisráðuneytinu.