Tvö ár liðin frá hamförunum í Japan

Þann 11. mars eru tvö ár liðin frá því jarðskjálfti upp á 9 stig skók Japan og flóðbylgja fylgdi í kjölfarið sem olli gífurlegri eyðileggingu. Tæplega 16 þúsund manns létust og enn er á þriðja þúsund saknað. Mikið uppbyggingarstarf hefur átt sér stað á svæðunum sem urðu hvað verst úti. Save the Children vinnur að uppbyggingastarfi eftir fimm ára áætlun sem miðar að því að efla börn

Þann 11. mars eru tvö ár liðin frá því jarðskjálfti upp á 9 stig skók Japan og flóðbylgja fylgdi í kjölfarið sem olli gífurlegri eyðileggingu. Tæplega 16 þúsund manns létust og enn er á þriðja þúsund saknað. Mikið uppbyggingarstarf hefur átt sér stað á svæðunum sem urðu hvað verst úti. Save the Children vinnur að uppbyggingastarfi eftir fimm ára áætlun sem miðar að því að efla börn og fjölskyldur þeirra.

“Góður árangur hefur náðst í starfi okkar og við erum undrandi yfir þeim frábæra árangri sem börnin hafa náð, bæði með því að  beita áhrifum í samfélögunum sem þau búa í, og á æðstu stöðum í stjórnsýslunni. Auk þess tóku þau þátt í ráðstefnu um að minnka áhrif hamfara á folk, sem fram fór í Indónesíu,” segir Sarah Tyler, upplýsingafulltrúi Save the Children International.

“Það er afar ánægjulegt að sjá hvernig sveigjanleiki barna og umönnunaraðila eftir erfiðar breytingar í lífi þeirra sýnir fram á bestu eiginleika mannsins. Nú leggja börnin áherslu á þann árangur sem hægt er að ná í lífi þeirra, frekar en að einblína á það sem þau misstu,” segir Sarah.