Fjöldi barna hafa verið drepin á Gaza svæðinu síðastliðna viku

Alþjóðasamtök Barnaheilla – Save the Children kalla eftir tafarlausu vopnahléi, þar sem fjöldi barna hefur verið drepinn í átökum síðastliðna viku. Yfir þúsund manns á Gaza svæðinu, þar af 366 börn, hafa einnig særst. Yfir 500 húsnæði hafa verið gjöreyðilögð í átökunum undanfarna daga og yfir 30 skólar og fjöldi heilsugæsla hafa einnig verið skemmd.

Khaled, 10 ára drengur á Gaza svæðinu lýsir ástandinu hörmulegu.

Alltaf þegar við heyrum í loftárás þá verðum við gríðarlega hrædd. Við komumst ekki út, en í hvert skipti sem við ætlum út heyrum við í sprengjum og við hlaupum eins og hratt og við getum inn aftur. Það er erfitt að sofa vegna hávaða og hverja nótt höfum við vaknað dauðhrædd við sprengjuárásir

Innviðir á Gazasvæðinu hafa orðið fyrir miklum skemmdum og hefur verið rafmagnslaust á stóru svæði. Eins hefur um hálf milljón manna á Gaza svæðinu takmarkaðan eða engan aðgang að vatni.

Jason Lee, framkvæmdastjóri Barnaheilla - Save the Children á hernumdu svæðunum í Palestínu segir að það virðist enginn endir vera í sjónmáli. 

Tæplega 60 börn hafa verið drepin á Gaza svæðinu síðastliðna viku. Hvað þurfa margar fjölskyldur til viðbótar að missa ástvini sína áður en alþjóðasamfélagið grípur til aðgerða? Hvar eiga börn að fela sig þegar loftárásum rignir yfir heimilið þeirra? Fjölskyldur á Gaza og starfsfólk okkar segja að Gaza svæðið sé orðið að helvíti þar sem hvergi er hægt að leita skjóls og virðist þetta engan enda ætla að taka.

Alþjóðasamtök Barnaheilla - Save the Children hafa starfað í Mið-Austurlöndum frá árinu 1953, þar á meðal á hernumdu svæðum í Palestínu. Samtökin hafa réttindi barna og barnavernd í forgrunni og hafa samtökin aukið mannúðaraðstoð sína á undanförnum dögum í kjölfar átaka. Alþjóðasamtök Barnaheilla hvetja ísraelsk stjórnvöld að hleypa börnum út af Gaza svæðinu í öruggt skjól og jafnframt hleypa hjálparstarfsmönnum inn á svæðið með nauðsynlegar lífsbjargir og eldsneyti fyrir fjölskyldur á svæðinu.

Meðlimir Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og restin af alþjóðasamfélaginu ættu að vinna með öllum aðilum og auðvelda tafarlaust vopnahlé. Það er mikilvægt að leita að réttlátri lausn og kryfja orsakir þessa ofbeldis, með hagsmuni barna að leiðarljósi. Það er nauðsynlegt að tryggja að öll börn á svæðinu, bæði á Gaza svæðinu og í Ísrael, fái að lifa í friði frá átökum.

 

Miriam, 14 ára frá Gaza svæðinu, segir stopp við árásum.