Fræðslu- og umræðukvöld með Sævari Þór Jónssyni

Barnaheill – Save the Children á Íslandi buðu upp á umræðu- og fræðslukvöld með Sævari Þór Jónssyni lögmanni og höfundi bókarinnar Barnið í garðinum og Sigríði Björnsdóttur, sálfræðingi og verkefnisstjóra hjá Barnaheillum í gær, miðvikudagskvöld.

Sævar Þór sagði gestum sögu sína og las valda kafla úr bók sinni. Bókin sem kom út síðastliðið vor segir frá grófu kynferðisofbeldi sem Sævar varð fyrir árið 1986, aðeins 8 ára gamall. Ofbeldið hafði afdrifarík áhrif á líf Sævars sem reyndi að byrgja neikvæðar tilfinningar inni og tókst ekki á við afleiðingar atviksins fyrr en á fullorðinsárum.

 Allur ágóði af sölu bókarinnar rennur til Barnaheilla og þökkum við Sævari og Lárusi mikið fyrir það góða framtak.

Barnaheill þakka öllum sem komu á fræðslu- og umræðukvöldið kærlega fyrir komuna og sömuleiðis fyrir góðar umræður sem sköpuðust í lokin.