Undirskriftasöfnun – Evrópa taki við fleiri flóttamönnum

Barnaheill – Save the Children standa fyrir undirskriftasöfnun til að þrýsta á leiðtoga Evrópusambandsins að taka við sanngjörnum fjölda flóttamanna vegna flóttamannavandans. Þú getur látið til þín taka með því að skrifa undir hér.

Flóttamenn flýja ólýsanlegar hörmungar í heimalandi sínu og lenda síðan í frekari hörmungum þegar þeir koma til Evrópu. Börn sem hafa lifað af bátsferðina yfir Miðjarðarhafið enda aftan á vörubílum eða í flutningabílum til að reyna að komast á áfangastað, og sum hafa kafnað.

Nú er nóg komið. Ekki fleiri deyjandi börn í Evrópu. Evrópusambandið verður að bregðast tafarlaust við.

Ef þér finnst að Evrópa geti staðið sig betur í að leysa vandann, hvetjum við þig til að bæta nafni þínu á listann.

Flóttamenn velkomnir 500Barnaheill – Save the Children standa fyrir undirskriftasöfnun til að þrýsta á leiðtoga Evrópusambandsins að taka við sanngjörnum fjölda flóttamanna vegna flóttamannavandans. Þú getur látið til þín taka með því að skrifa undir hér.

Flóttamenn flýja ólýsanlegar hörmungar í heimalandi sínu og lenda síðan í frekari hörmungum þegar þeir koma til Evrópu. Börn sem hafa lifað af bátsferðina yfir Miðjarðarhafið enda aftan á vörubílum eða í flutningabílum til að reyna að komast á áfangastað, og sum hafa kafnað.

Nú er nóg komið. Ekki fleiri deyjandi börn í Evrópu. Evrópusambandið verður að bregðast tafarlaust við.

Ef þér finnst að Evrópa geti staðið sig betur í að leysa vandann, hvetjum við þig til að bæta nafni þínu á listann.