Undirskriftasöfnun gegn kynferðislegu ofbeldi á átakasvæðum

Nauðganir og kynferðisleg misnotkun eru yfirleitt hræðilegir fylgifiskar styrjalda. Þar sem stríðsátök eiga sér stað er meirihluti fórnarlamba yfirleitt börn. Stundum allt að 80 prósent. Í sumum tilfellum hljóta þau lífshættulega áverka. Fyrir þau börn sem komast lífs af, geta afleiðingarnar valdið varanlegum skemmdum, andlega og líkamlega.

Með því að skrifa undir áskorun til þjóðarleiðtoga G8 ríkjanna hér, leggur þú þitt af mörkum til að gera það sem þarf til að vernda börn á stríðssvæðum gegn kynferðislegri misnotkun.

Nauðganir og kynferðisleg misnotkun eru yfirleitt hræðilegir fylgifiskar styrjalda. Þar sem stríðsátök eiga sér stað er meirihluti fórnarlamba yfirleitt börn. Stundum allt að 80 prósent. Í sumum tilfellum hljóta þau lífshættulega áverka. Fyrir þau börn sem komast lífs af, geta afleiðingarnar valdið varanlegum skemmdum, andlega og líkamlega.

Í nýrri skýrslu Barnaheilla - Save the Children Unspeakable crimes against Children - sexual violence in conflict kemur fram sláandi vitnisburður barna um hræðilega lífsreynslu þeirra á átakasvæðum.

Stríð eyðileggja samfélög og siðferði - og lífsgildum er ógnað. Börn verða sérstaklega berskjölduð gagnvart misnotkun við þessar aðstæður. Í fjölda tilfella eru nauðganir á börnum notaðar sem leið til að hrella samfélög. Fullorðnir sem börn hafa treyst, geta orðið að gerendum í ringulreið stríðsátaka - þar með taldir lögreglumenn, kennarar og fjölskyldumeðlimir.

Hvenær og hvar sem þessir hlutir gerast gagnvart börnum er um að ræða hræðilega glæpi. Stjórnvöld eru oft treg að viðurkenna stöðuna og mörg þeirra barna sem komast lífs af eru undir miklu sálrænu álagi eftir áfallið, þau eru oft slösuð og of skelfingu lostin til að segja frá.

Ekkert barn á að þurfa að þjást í einrúmi af því það er of hrætt að biðja um hjálp. Við verðum að tala munni þeirra hljóðu fórnarlamba sem lifa við þessar aðstæður. Þetta þýðir ekki bara að koma lögum yfir gerendurna, heldur líka að tryggja að börn hljóti vernd gegn kynferðislegri misnotkum, og þau sem á þurfi að halda fái þá hjálp sem þau þurfa.

Save the Children hafa í áratugi unnið á átakasvæðum. Samtökin hafa lært hvernig á að forða börnum frá þessum hræðilegu árásum og gefa þeim sem þjást vegna þeirra þá sérfræðiaðstoð sem þau nauðsynlega þurfa á að halda. Starf okkar hefur leitt í ljós að hægt er að koma í veg fyrir að börn lendi í þessum aðstæðum vegna styrjalda, en til þess að vernda börnin þarf að grípa til sérstakra aðgerða.

Á þessu ári gefst okkur mikilvægt tækifæri. Utanríkisráðherra Breta hefur  skuldbundið sig til að setja kynferðislegt ofbeldi á oddinn á G8 fundinum sem nú fer fram í London. Við þurfum að fylgja því eftir að þetta verði til að tryggja breytingar fyrir börn í styrjöldum. Með þinni hjálp biðjum við yfirvöld að stuðla að betri vernd fyrir b&oum