Undirskriftasöfnun - tannheilsa íslenskra barna

Tannheilsa íslenskra barna er í sjötta neðsta sæti af OECD-löndunum og dæmi eru um að börn hafi ekki farið til tannlæknis svo árum skiptir. Barnaheill – Save the Children á Íslandi standa fyrir söfnun undirskrifta á netinu til að skora á yfirvöld og aðra hlutaðeigandi að grípa hið snarasta til aðgerða. Undirskriftirnar verða afhentar velferðarráðherra á alþjóðlega tannverndardeginum , 12. september nk. Vertu með!

Tannheilsa íslenskra barna er í sjötta neðsta sæti af OECD-löndunum og dæmi eru um að börn hafi ekki farið til tannlæknis svo árum skiptir. Barnaheill – Save the Children á Íslandi standa fyrir söfnun undirskrifta á netinu til að skora á alla hlutaðeigandi að grípa hið snarasta til aðgerða. Undirskriftirnar verða afhentar velferðarráðherra á alþjóðlega tannverndardeginum , 12. september nk.

Skv. barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem Ísland hefur staðfest, eiga börn rétt á að njóta besta mögulegs heilsufars sem hægt er að tryggja, s.s. með læknisaðstoð og heilbrigðissþjónustu. Í 2. gr. sáttmálans er kveðið á um jafnræði allra barna og bann við mismunun, m.a. á grundvelli félagslegrar stöðu. Þá er ábyrgð aðildarríkja þannig skilgreind að þeim beri að tryggja börnum þau réttindi sem barnasáttmálinn kveður á um eftir því sem þau framast geta auk þess sem ábyrgð foreldra er skýr.

Það leikur því enginn vafi á því að það er siðferðisleg og þjóðréttarleg skylda íslensks samfélags að tryggja öllum börnum aðgang að tannvernd. Í síðustu landsrannsókn sem unnin var hér á landi á munnheilsu barna og kynnt árið 2007, MUNNÍS, kom m.a. fram að öflugra aðgerða væri þörf til að stöðva þá óheillaþróun sem hefði átt sér stað ef ná ætti markmiðum heilbrigðisáætlunar til ársins 2010 um að tólf ára börn á Íslandi hafi eina eða færri skemmda, viðgerða eða tapaða fullorðinstönn að meðaltali árið 2010. Þar kom einnig fram að framlög til forvarna vegna tannheilsu barna hefðu lækkað en útgjöld heimilanna hækkað. Kostnaður á hvern íbúa vegna opinberrar tannverndar er mun lægri hér á landi en á hinum Norðurlöndunum.

Málþing Barnaheilla – Save the Children á Íslandi fer fram miðvikudaginn 28. mars næstkomandi þar sem fjallað verður um tannheilsu íslenskra barna – sjá nánar hér.

Barnaheill – Save the Children á Íslandi skora á alla hlutaðeigandi að sameinast um að finna leið út úr því öngstræti sem tannheilsa íslenskra barna virðist komin í. Það er ekki ásættanlegt að í upphafi 21. aldarinnar séu sum börn að fá panódíl fyrir svefninn svo þau geti sofnað vegna tannverkja.

Skrifaðu undir áskorunina hér.