Ungheill tóku þátt í Nordic Activist Camp

Fulltrúar Ungheilla, ungmennaráðs Barnaheilla, lögðu land undir fót til Stokkhólms helgina 25. - 27. ágúst síðastliðinn. Förinni var heitið á Nordic Activist Camp sem er samstarfsverkefni milli ungmennaráða Barnaheilla – Save the Children í Svíþjóð, Noregi, Danmörku og nú í ár bættust við ungmennaráð Íslands og Álandseyja.

Markmið viðburðarins var að efla norrænt samstarf, hvetja börn til þátttöku og láta rödd sína heyrast í samfélaginu. Þátttakendur æfðu sig í rökræðum, þau unnu að hugmyndavinnu fyrir verkefni sem stuðla að réttindum barna og fengu fræðslu um hvernig hægt sé að setja upp herferðir á skapandi máta. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var leiðarljós viðburðarins.


Viltu taka þátt? Hafðu samband!
instagram: ung.heill