Ungmenni og vímuefni: fjarfundur 19. október

Barnaheill eiga aðild að samstarfshópnum Náum áttum. Annar fundur vetrarins verður miðvikudaginn 19. október kl 8:30-10:00 í gegnum fjarfundarbúnað. Fjallað verður um ungmenni og vímuefni. Meðal annars verður rætt um áhættuþætti vímuefnaneyslu og hlutverk foreldra sem og forvarnargildi foreldrasamstarfs.

Fyrirlesarar eru Ragný Þóra Guðjohnsen, lektor í uppeldis- og menntunarfræðum við HÍ, Bryndís Jónsdóttir, sérfræðingur frá Heimili og skóla og Berglind Gunnarsdóttir Strandberg, framkvæmdastjóri Foreldrahúss. 

Fundurinn er öllum opinn en skráning á fundinn fer fram í gegnum http://naumattum.is/

Dagskrá fundarins má sjá hér að neðan: